Viðskipti erlent

Hráolíuverð undir 55 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og er komið undir 55 dali á tunnu. Verðið hækkaði talsvert í gær. Ástæðan fyrir verðlækkuninni nú eru vonir greinenda og fjárfesta um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist vegna hlýinda og minnkandi eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar.

Hráolía, sem afhent verður í mars, lækkaði um 40 sent í rafrænum viðskiptum á markaði í Bandaríkjunum í dag og fór í 54,64 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, lækkaði sömuleiðis um 26 sent á fór í 54,84 dali á tunnu.

Hráolíuverðið hækkaði talsvert í gær, eða um 4,7 prósent, í Bandaríkjunum eftir að orkumálaráðuneyti landsins greindi frá áætlunum sínum er lúta að því að tvöfalda olíubirgðir Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×