Innlent

Börn í Byrginu

Unglingsstúlkur hafa verið í vistun í Byrginu þrátt fyrir að meðferðarheimilið hafi ekki haft heimild til að vista börn. Byrgið leitaði eftir heimild til barnavistunar hjá Barnaverndarstofu fyrir þremur árum en var hafnað eftir skoðun.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Baranvberndarstofu segir að árið 2003 hafi Byrgið farið fram á heimild til að vista þar unglinga sem ættu við áfengis og fíkniefnavanda að stríða. Erindinu var hafnað. Segir Bragi að það hafi verið í kjölfar mats á meðferðarstarfinu auk þess sem samsetning skjólstæðingahópsins hafi ekki þótt hæfa unglingum.

Þrátt fyrir þetta veit Bragi um a.m.k. tvö dæmi þess að ungmenni undir lögaldri hafi verið þar í meðferð. Í öðru tilfellinu vissu barnaverndaryfirvöld ekki af því fyrr en meðferð var lokið. Í hinu samþykkti barnaverndarnefnd viðkomandi sveitarfélags vistunina vegna eindreginna óska stúlkunnar og foreldra hennar, en málið kom ekki til kasta barnaverndaryfirvalda fyrr en eftir að stúlkan var komin í meðferð. Bragi segir að náið hafi verið fylgst með stúlkunni.



Þrátt fyrir að ekki væri heimild til að vista þar börn undir átján ára aldri þekkir Bragi a.m.k. tvö dæmi um að ungmenni hafi verið þar í meðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×