Innlent

Hvalkjöt í hundamat

Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur árum. Greenpeace telur að með þessu séu brostin öll rök fyrir hvalveiðum Íslendinga. Benda samtökin á að Japanar séu farnir að nota hvalkjöt í hundamat.

Náttúruverndarsamtökin Greenpeace hafa bent á að það sé tæpast röklegt að halda hvalveiðum áfram. Samtökin benda á mótmæli hvalaskoðunarfyrirtækja og mögulegan skaða sem hvalveiðar geta valdið þessari ferðaþjónustu. Þá hafi Bretar ákveðið að hefja baráttu gegn hvalveiðum þar sem Tony Blair forsætisráðherra hefur tekið málið í fóstur.

Ofan á þetta bætist að afar takmarkaður markaður er fyrir hvalkjöt. Í morgun bentu samtökin á opinberar tölur frá japönskum stjórnvöldum sem sýna að byrgðir af hvalkjöti hlaðast upp. Birgðirnar námu 2700 tonnum í lok árs 2004 en um síðustu áramót voru þær komnar í 4700 tonn. Nokkur hundruð tonn frá Íslandi muni einfaldlega leggjast ofan á þessar illseljanlegu birgðir.

Frode Pleym, talsmaður Greenpeace segir að það séu einfaldlega engin gild rök fyrir hvalveiðum. Japansmarkaður sé svo vonlaus að þar sé byrjað að selja hvalkjöt sem hundamat og í skólamötuneyti. Sala hvalaafurða skili því einungis smáaurum miðað við tapið af því að hefja hvalveiðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×