Innlent

Nemendum MÍ fækkar um 32%

Frá því árið 2004 hefur nemendum við Menntaskólann á Ísafirði fækkað um 32%. Nemendur voru 438 árið 2004 til móts við 298 skráða nemendur síðastliðið haust. Fækkun frá árinu 2005 þegar 342 nemendur voru við skólann, nemur tæplega 13%.

Á vestfirska fréttavefnum bb.is kemur fram að tölurnar segi þó ekki alla söguna, því stærstan hluta fækkunarinnar megi rekja til kvöldskólans, þó einnig sé fækkun í dagskóla. Kvöldskólanemendur voru 99 árið 2004, en í haust var enginn nemandi skráður í kvöldnám.

Tölurnar eru fengnar úr gagnasöfnun Hagstofu Íslands, en eru ekki að öllu leyti sambærilegar við endanlegar tölur úr nemendaskrá Hagstofunnar, en þar eru nemendur sem sækja bæði dag-og kvöldskóla ekki tvítaldir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×