Elton söng afmælissönginn fyrir Ólaf 21. janúar 2007 12:21 Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna.Mikil leynd hvíldi yfir komu Eltons John hingað til lands í gær enda voru tónleikar hans einungis fyrir útvalinn hóp gesta í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Einkaþota hans lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsex í gærkvöld og var strax farið með kappann á hlýrri stað, enda býsna kalt í höfuðborginni í gær.Sjálf afmælisveislan fór fram í Ísheimum, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka í gær. Langt fram eftir kvöldi streymdu glæsijepparnir á svæðið sem var vandlega gætt af björgunarsveitarmönnum frá Landsbjörgu. Komst enginn inn nema sýna boðsmiða frá afmælisbarninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um 400-500 manns í afmælinu og virtust allir skemmta sér hið besta, enda ekki annað hægt þegar slík dagskrá er í boði. Elton John lék í rúma klukkustund mörg af sínum frægustu lögum og klykkti svo út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans stigu Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur á svið. Popparinn lagði svo af stað til Atlanta frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið, bæði vegna þess að hún hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin. Fréttablaðið fullyrti í gær að kappinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir að koma fram í afmælisveislunni. Fyrr um daginn gáfu Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans einn milljarð króna í nýstofnaðan velferðarsjóð. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna.Mikil leynd hvíldi yfir komu Eltons John hingað til lands í gær enda voru tónleikar hans einungis fyrir útvalinn hóp gesta í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Einkaþota hans lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsex í gærkvöld og var strax farið með kappann á hlýrri stað, enda býsna kalt í höfuðborginni í gær.Sjálf afmælisveislan fór fram í Ísheimum, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka í gær. Langt fram eftir kvöldi streymdu glæsijepparnir á svæðið sem var vandlega gætt af björgunarsveitarmönnum frá Landsbjörgu. Komst enginn inn nema sýna boðsmiða frá afmælisbarninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um 400-500 manns í afmælinu og virtust allir skemmta sér hið besta, enda ekki annað hægt þegar slík dagskrá er í boði. Elton John lék í rúma klukkustund mörg af sínum frægustu lögum og klykkti svo út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans stigu Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur á svið. Popparinn lagði svo af stað til Atlanta frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið, bæði vegna þess að hún hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin. Fréttablaðið fullyrti í gær að kappinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir að koma fram í afmælisveislunni. Fyrr um daginn gáfu Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans einn milljarð króna í nýstofnaðan velferðarsjóð.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira