Innlent

Aðgengi að varnarskjölum aukið

Utanríkisráðuneytið mun beita sér fyrir því að kaldastríðsnefnd þingsins fái öryggisvottun frá NATO og geti þannig óhindrað farið í gegnum öll skjöl um öryggis- og varnarmál. Í svari til nefndarinnar er bent á þá afstöðu að veita ber almenningi og fræðimönnum fullan aðgang að slíkum skjölum, svo fremi að samningar við erlend ríki hindri það ekki.

Kalda stríðsnefndin stefnir að því að skila af sér fyrir mánaðamót, skýrslu og frumvarpi til laga um aðgang fræðimanna að gögnum um öryggis- og varnarmál á tímabilinu 1945 til 1991. Í samræmi við nýja stefnu Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra um opnara ráðuneyti er nefndin og þeir fræðimenn sem hún tilgreinir boðnir velkomnir.

Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir að nefndin, eða þeir fræðimenn sem þeir tilnefni, fái aðgang að öllum skjölum svo fremi sem þjóðréttarskuldbingingar hindir það ekki. Þá sé ráðuneytið tilbúið til að hlutast til um það að viðkomandi fái öryggisvottun frá NATO. Geti viðkomandi þá skoðað allt efni og tiltekið hvaða gögn þarf að fá aflétt af leynd samkvæmt samþykki samstarfsþjóða.

Magnið af skjölum kann að verða vandamál. Í svari til nefndarinnar kemur fram að skjöl frá þessum tíma sem kunna að varða öryggismál þekja yfir 1300 metra af hillum. Það er talið að það kunni að þurfa þrjú ársverk til þess að gera þrettán hundurð hillumetra af skjölum aðgengileg.

Í svar til nenfdarinnar er svo bent á þennan nýja tón gagnvart aðgangi að upplýsingum ráðuneytisins að veita beri almenningi og fræðimönnum fullan aðgang að skjölum um öryggis og varnarmál - svo fremi sem þjóðréttarsamningar hindir það ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×