Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun 18. janúar 2007 13:15 Frá tilraunaflugi Airbus-risaþotanna í ágústlok í fyrra. Mynd/AFP Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Stjórn EADS, móðurfélags Airbus, hefur enn ekki greint frá afkomuspá Airbus á þessu ári en greinendur telja að fyrirtækið muni skila af sér um tveggja milljarða evru taprekstri á árinu. Það jafngildir um 181,6 milljarða króna tapi á tímabilinu. Inni í afkomutölum síðasta árs mun vera kostnaður við endurskipulagningu fyrirtæksins, sem tekur gildi í næsta mánuði. Upphaflega stóð til að kostnaðurinn myndi færast yfir á yfirstandandi rekstrarár en nú hefur verið hætt við það en búist við að gjörningurinn muni að einhverju leyti laga við rekstur fyrirtækisins í bókum félagsins. Tafir á afhendingu risaþotanna olli Airbus talsverðum vandræðum á síðasta ári. Afhendingin er tveimur árum á eftir áætlun en til stendur að afhenda fyrstu vélarnar á næsta ári. Þá hótaði fjöldi flugfélaga að fara í skaðabótamál við Airbus vegna þessa en einungis eitt flugfélag Emirates í Dubai hefur fram til þessa ákveðið að fara alla leið í málinu. Tafirnar hrjá ekki einungis Airbus því gengi EADS hefur sömuleiðis fallið um þriðjung frá því fyrst var greint frá vandræðum við framleiðslu risaþotanna. Þá var tveimur æðstu stjórnendum Airbus og EADS sagt upp störfum vegna þessa og stendur enn yfir rannsókn á meintum innherjasvikum með sölu hlutabréf þeirra í EADS skömmu áður en gengi bréfanna féll. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Stjórn EADS, móðurfélags Airbus, hefur enn ekki greint frá afkomuspá Airbus á þessu ári en greinendur telja að fyrirtækið muni skila af sér um tveggja milljarða evru taprekstri á árinu. Það jafngildir um 181,6 milljarða króna tapi á tímabilinu. Inni í afkomutölum síðasta árs mun vera kostnaður við endurskipulagningu fyrirtæksins, sem tekur gildi í næsta mánuði. Upphaflega stóð til að kostnaðurinn myndi færast yfir á yfirstandandi rekstrarár en nú hefur verið hætt við það en búist við að gjörningurinn muni að einhverju leyti laga við rekstur fyrirtækisins í bókum félagsins. Tafir á afhendingu risaþotanna olli Airbus talsverðum vandræðum á síðasta ári. Afhendingin er tveimur árum á eftir áætlun en til stendur að afhenda fyrstu vélarnar á næsta ári. Þá hótaði fjöldi flugfélaga að fara í skaðabótamál við Airbus vegna þessa en einungis eitt flugfélag Emirates í Dubai hefur fram til þessa ákveðið að fara alla leið í málinu. Tafirnar hrjá ekki einungis Airbus því gengi EADS hefur sömuleiðis fallið um þriðjung frá því fyrst var greint frá vandræðum við framleiðslu risaþotanna. Þá var tveimur æðstu stjórnendum Airbus og EADS sagt upp störfum vegna þessa og stendur enn yfir rannsókn á meintum innherjasvikum með sölu hlutabréf þeirra í EADS skömmu áður en gengi bréfanna féll.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira