Viðskipti erlent

Verðbólga innan EES-ríkjanna 2,1 prósent

Samræmd vísitala neysluverðs í löndum Evrópska efnahagssvæðisins mældist 103,2 stig í síðasta mánuði. Þetta er 0,4 prósenta hækkun frá nóvember. Vísitalan hér á landi mældist 107,1 stig, sem er óbreytt á milli mánaða, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hagstofan segir jafnframt að frá desember 2005 til jafnlengdar árið 2006 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,1 prósent að meðaltali í ríkjum EES, 1,9 prósent á evrusvæðinu og 5,9 prósent á Íslandi.

Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 6,8 prósent í Lettlandi og 6,6 prósent í Ungverjalandi. Minnst var verðbólgan 0,8 prósent á Möltu og 1,2 prósent í Finnlandi, að sögn Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×