Viðskipti erlent

Hráolíuverð nálægt verði síðustu viku

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði að OPEC-ríkin hefðu ekki í hyggju að boða til neyðarfundar vegna snarpra verðlækkana á hráolíu það sem af er árs.

Verð á Brent Norðursjávarolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 72 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 52,41 dali á tunnu. Um tíma fór verðið allt niður í 52,04 dali á tunnu, sem er nálægt verði síðustu viku en þá hafði það ekki verið lægra í 19 mánuði.

Verð á hráolíu lækkaði um 82 sent á sama tíma á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 52,14 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×