Enski boltinn

Young sagði nei takk við Eggert og félaga

Eggert Magnússon er farinn að finna fyrir því að vera í fallbaráttu.
Eggert Magnússon er farinn að finna fyrir því að vera í fallbaráttu.

Ashley Young, framherji Watford, neitaði í dag að ganga til liðs við West Ham, en félag hans hafði áður samþykkt 9,65 milljón króna tilboði frá Eggerti Magnússyni og félögum. Ástæðan fyrir ákvörðun Young er óþekkt.

Líklegt má telja að Young hafi ekki talið freistandi að ganga til liðs við annað félag í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar. Staða Watford er hins vegar öllu verri en West Ham, en liðið er langneðst í deildinni og virðist ekkert nema fall aftur niður í 1. deild bíða liðsins.

Sum ensku blaðanna fullyrða í morgun að Eggert og Björgólfur Guðmundsson ætli að veita Alan Curbishley, stjóra liðsins, 50 milljónir punda til leikmannakaupa í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×