Enski boltinn

Newcastle vann Tottenham í frábærum leik

Nicky Butt hjá Newcastle og Pascal Chimbonda hjá Tottenham lenti saman í leiknum í gær. Hér sjást liðsfélagar þeirra skakka leikinn áður en illa fór.
Nicky Butt hjá Newcastle og Pascal Chimbonda hjá Tottenham lenti saman í leiknum í gær. Hér sjást liðsfélagar þeirra skakka leikinn áður en illa fór. MYND/Getty

Newcastle sýndi mikinn karakter í leik sínum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag og sigraði 3-2 eftir að hafa hafa lent undir í síðari hálfleik. Leikurinn var frábær skemmtun og buðu bæði lið upp á bullandi sóknarleik. Marktilraunir í leiknum voru alls 38 talsins, þar af áttu heimamenn 26 þeirra.

Jermain Defoe kom heimamönnum í Tottenham á bragðið strax á 14. mínútu leiksins en Paul Huntington jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Dimitar Berbatov kom Tottenham yfir á ný á 54. mínútu en með aðeins mínútu millibili náði Newcastle að skora tvö mörk og komast þannig yfir.

Fyrst skoraði Obafemi Martins á 72. mínútu með stórkostlegu marki og í næstu sókn á eftir lagði hann upp mark fyrir Nicky Butt. Leikmenn Tottenham reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin á lokamínútunum og komust ansi nálægt því í nokkur skipti en inn vildi boltinn ekki.

Newcastle lyfti sér úr 15. sæti upp í það ellefta með sigrinum en Tottenham er sem fyrr í áttunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×