Enski boltinn

Eggert býður í Ashley Young

Eggert Magnússon og félagar í West Ham virðast hafa úr nægum peningum að spila í janúarglugganum.
Eggert Magnússon og félagar í West Ham virðast hafa úr nægum peningum að spila í janúarglugganum.

Allar líkur eru taldar á því að Watford samþykki tilboð upp á átta milljónir punda frá Eggert Magnússyni í framherjann Ashley Young. Watford hafði áður hafnað boði West Ham upp á sjö milljónir punda en staðfesti hefur verið að Eggert og félagar lögðu fram nýtt og endurbætt tilboð í gær.

"Það er tilboð á borðinu en ég hef ekki ennþá rætt um það við stjórnarformanninn," sagði Aidy Boothroyd, stjóri Watford í gær. "Ég veit ekki hvað við gerum. Við verðum að ákveða hvað er best fyrir leikmanninn sjálfan og félagið," sagði Boothroyd.

Young hefur verið aðalmaðurinn í sókn Watford á tímabilinu en þó verður áhugi West Ham á hinum 21 árs gamla framherja að teljast undarlegur, ekki síst í ljósi þess að stjórinn Alan Curbishley hafði áður lýst því yfir að hann væri á höttunum á eftir reyndum leikmönnum til að bæta í leikmannahóp sinn.

Í öðru lagi er West Ham einna besta sett í framherjastöðunum, en þar eru á mála hjá félaginu þeir Bobby Zamora, Carlos Tevez, Charlton Cole, Marlon Harewood, Teddy Sheringham og þá styttist óðum í endurkomu Dean Ashton, sem verið hefur meiddur undanfarna mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×