Enski boltinn

Bullard á góðum batavegi

Jimmy Bullard hafði leikið frábærlega með Fulham í upphafi tímabils áður en hann meiddist illa í leik gegn Newcastle í fjórðu umferð deildarinnar í haust.
Jimmy Bullard hafði leikið frábærlega með Fulham í upphafi tímabils áður en hann meiddist illa í leik gegn Newcastle í fjórðu umferð deildarinnar í haust. MYND/Getty

Jimmy Bullard, miðvallarleikmaður Fulham, er á góðum batavegi eftir að hafa lent í hrottalegum hnémeiðslum strax í upphafi leiktíðar og útilokar knattspyrnustjórinn Chris Coleman ekki að Bullard spili með liðinu síðar á tímabilinu.

Hinn 28 ára gamli Bullard gekk í raðir Fulham frá Wigan fyrir tímabilið en meiddist illa í sínum fjórða leik fyrir Fulham og sleit krossbönd og önnur liðbönd í hnénu. Í fyrstu var búist við því að það tæki Bullard u.þ.b. eitt ár að jafna sig en að sögn Coleman hefur batinn verið hraðari en búist var við.

"Við höfum ekki útilokað þann möguleika að nota hann aftur á þessu tímabili, en við munum ekki setja neina pressu á hann um að gera það. Mestu máli skiptir að hann jafni sig algjörlega áður en hann byrjar að spila á ný. Hann verður örugglega kominn aftur fyrir undirbúningstímabilið fyrir næstu leiktíð en hann er á undan áætlun og gæti snúið aftur í vor. Ef svo væri þá yrði það frábært," sagði Coleman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×