Steingeld byggð á Slippsvæðinu 12. janúar 2007 18:39 Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn. Það eru mörg ár síðan kynnt var blokkaröð á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík en ákvörðun um nýtt deiliskipulag verður tekin á allra næstu vikum. 18 aðilar sendu athugasemdir við Slippa- og Ellingsen reitinn við Mýrargötuna sem er hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem lengi hefur verið fyrirhuguð við Mýrargötuna, hinir eru Nýlendureiturinn og Héðinsreiturinn en á nýju deiliskipulagi fyrir Héðinsreitinn er meðal annars stór nokkurra hæða húsahringur sem áætlað er að byggja við og kringum Héðinshúsið við Seljaveg. Íbúasamtök Vesturbæjar sendu harðort bréf með athugasemdum við Slippa og Ellingsenreitinn. Formaður samtakanna, Gísli Þór Sigurþórsson, segir hugmyndir borgarinnar steingeldar og helst minna á hverfi í austurþýskum borgum. Hann vill lægri, fallegri og fámennari byggð með krókóttum götum, verslunum og veitingahúsum. Og svo er það rokið en áætlað er að Bræðraborgarstígurinn nái niður að sjó - fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn, segir Gísli. En er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að senda inn athugasemdir núna? "Strax og þessar hugmyndir komu fram kom viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þar sem hún óskaði samstarfs. Íbúasamtökin sendu henni strax bréf. Við fengum aldrei svar." Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður Skipulagsráðs og segir athugasemdir Íbúasamtakanna verða skoðaðar. "Þetta skipulag við Mýrargötuna er búið að vera í undirbúningi í tæp 3 ár í afar miklu samráði og við erum búin að vera í viðræðum við bæði íbúa og hagsmunaaðila. Ég tel að skipulagið sé gott og íbúabyggð á þessu svæði muni styrkja bæði vesturbæinn og miðborgina. Þannig að ég get nú ekki tekið undir þetta." Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira
Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn. Það eru mörg ár síðan kynnt var blokkaröð á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík en ákvörðun um nýtt deiliskipulag verður tekin á allra næstu vikum. 18 aðilar sendu athugasemdir við Slippa- og Ellingsen reitinn við Mýrargötuna sem er hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem lengi hefur verið fyrirhuguð við Mýrargötuna, hinir eru Nýlendureiturinn og Héðinsreiturinn en á nýju deiliskipulagi fyrir Héðinsreitinn er meðal annars stór nokkurra hæða húsahringur sem áætlað er að byggja við og kringum Héðinshúsið við Seljaveg. Íbúasamtök Vesturbæjar sendu harðort bréf með athugasemdum við Slippa og Ellingsenreitinn. Formaður samtakanna, Gísli Þór Sigurþórsson, segir hugmyndir borgarinnar steingeldar og helst minna á hverfi í austurþýskum borgum. Hann vill lægri, fallegri og fámennari byggð með krókóttum götum, verslunum og veitingahúsum. Og svo er það rokið en áætlað er að Bræðraborgarstígurinn nái niður að sjó - fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn, segir Gísli. En er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að senda inn athugasemdir núna? "Strax og þessar hugmyndir komu fram kom viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þar sem hún óskaði samstarfs. Íbúasamtökin sendu henni strax bréf. Við fengum aldrei svar." Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður Skipulagsráðs og segir athugasemdir Íbúasamtakanna verða skoðaðar. "Þetta skipulag við Mýrargötuna er búið að vera í undirbúningi í tæp 3 ár í afar miklu samráði og við erum búin að vera í viðræðum við bæði íbúa og hagsmunaaðila. Ég tel að skipulagið sé gott og íbúabyggð á þessu svæði muni styrkja bæði vesturbæinn og miðborgina. Þannig að ég get nú ekki tekið undir þetta."
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira