Eins árs fangelsi fyrir að kveikja í íbúð og bíl 10. janúar 2007 09:30 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmanna í eins árs fangelsi fyrir að reyna að kveikja í bæði íbúð og bíl þannig að það hafði í för með sér almannahættu. Fyrra atvikið átti sér stað í janúar í fyrra en þá bar maðurinn eld að blaðabunka í íbúð í fjölbýlishúsi í Lómasölum og olli með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Eldurinn uppgötvaðist fljótlega og var slökktur af lögreglu og slökkviliði. Í síðara tilvikinu, sem var í maí í fyrra, braut hann rúðu á bíl og fleygði logandi handklæði inni í hann þannig að bíllinn brann ásamt tveimur öðrum sem stóðu hvor sínum megin við hann. Þótti þetta líka hafa í för með sér almannahættu. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og bar því við að hafa kveikt í vegna reiði út í föður sinn sem á íbúðina og bílinn. Faðir hans hafi viljað koma honum í meðferð vegna mikillar áfengis- og fíkniefnaneyslu. Geðlæknir mat manninn sakhæfan en hann hafði tvisvar áður hlotið dóm fyrir hegningarlagabrot. Þótti dómnum ekki skilyrði til að skilorðsbinda dóm mannsins sem er sem fyrr segir eins árs fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða. Þá var hann dæmdur til að greiða eigendum bílanna tveggja sem brunnu tæplega 1,2 milljónir króna. Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmanna í eins árs fangelsi fyrir að reyna að kveikja í bæði íbúð og bíl þannig að það hafði í för með sér almannahættu. Fyrra atvikið átti sér stað í janúar í fyrra en þá bar maðurinn eld að blaðabunka í íbúð í fjölbýlishúsi í Lómasölum og olli með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Eldurinn uppgötvaðist fljótlega og var slökktur af lögreglu og slökkviliði. Í síðara tilvikinu, sem var í maí í fyrra, braut hann rúðu á bíl og fleygði logandi handklæði inni í hann þannig að bíllinn brann ásamt tveimur öðrum sem stóðu hvor sínum megin við hann. Þótti þetta líka hafa í för með sér almannahættu. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og bar því við að hafa kveikt í vegna reiði út í föður sinn sem á íbúðina og bílinn. Faðir hans hafi viljað koma honum í meðferð vegna mikillar áfengis- og fíkniefnaneyslu. Geðlæknir mat manninn sakhæfan en hann hafði tvisvar áður hlotið dóm fyrir hegningarlagabrot. Þótti dómnum ekki skilyrði til að skilorðsbinda dóm mannsins sem er sem fyrr segir eins árs fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða. Þá var hann dæmdur til að greiða eigendum bílanna tveggja sem brunnu tæplega 1,2 milljónir króna.
Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira