Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu 9. janúar 2007 18:47 Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. Reglulega hafa á síðustu árum borist fréttir til landsins um að íslenska lambakjötið sé um það bil að slá í gegn í Bandaríkjunum. Nú lítur hins vegar út fyrir að mesti móðurinn sé runninn af mönnum. Röskur áratugur er síðan markaðssetning á lambakjöti og íslenskum vörum í Bandaríkjunum komst á fjárlög og hefur fengið 25 milljónir á ári frá 95, eða 300 milljónir frá upphafi. Norðlenska sér um framleiðslu á því lambakjöti sem flutt er í Whole Foods Market keðjuna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur frá upphafi tapað á útflutningnum, nema árið 2004 þegar flutt voru út svokölluð 208 ígildistonn. Í fyrra hrapaði útflutningurinn niður í 120 ígildistonn og fyrir það fengust tæpar 50 milljónir, sem voru, það árið, tvö prósent af veltu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir afkomuna hafa verið óviðunandi en hann vill þó ekki afskrifa þetta verkefni. Þegar haft var samband við Baldvin Jónsson verkefnisstjóra markaðsátaksins í Bandaríkjunum, sagði hann markaðssetningu vera langhlaup. Þumalputtareglan væri, að 70 milljónir kostaði að koma nýrri vöru á markað á norðausturströnd Bandaríkjanna. Með 25 milljónir á ári hafi meðal annars tekist að koma 9 vörum inn í Whole Foods market keðjuna. Að afurðir íslenskra bænda séu þar í öndvegi jafnist á við nóbelsverðlaun í umhverfismálum. Alls verði um 1000 tonn flutt út á næsta ári í tengslum við verkefnið og þótt lambakjötið sé lítill hluti þá sé eftirspurn eftir skyri, smjöri, ostum og fiski meiri núna en framboðið. Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. Reglulega hafa á síðustu árum borist fréttir til landsins um að íslenska lambakjötið sé um það bil að slá í gegn í Bandaríkjunum. Nú lítur hins vegar út fyrir að mesti móðurinn sé runninn af mönnum. Röskur áratugur er síðan markaðssetning á lambakjöti og íslenskum vörum í Bandaríkjunum komst á fjárlög og hefur fengið 25 milljónir á ári frá 95, eða 300 milljónir frá upphafi. Norðlenska sér um framleiðslu á því lambakjöti sem flutt er í Whole Foods Market keðjuna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur frá upphafi tapað á útflutningnum, nema árið 2004 þegar flutt voru út svokölluð 208 ígildistonn. Í fyrra hrapaði útflutningurinn niður í 120 ígildistonn og fyrir það fengust tæpar 50 milljónir, sem voru, það árið, tvö prósent af veltu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir afkomuna hafa verið óviðunandi en hann vill þó ekki afskrifa þetta verkefni. Þegar haft var samband við Baldvin Jónsson verkefnisstjóra markaðsátaksins í Bandaríkjunum, sagði hann markaðssetningu vera langhlaup. Þumalputtareglan væri, að 70 milljónir kostaði að koma nýrri vöru á markað á norðausturströnd Bandaríkjanna. Með 25 milljónir á ári hafi meðal annars tekist að koma 9 vörum inn í Whole Foods market keðjuna. Að afurðir íslenskra bænda séu þar í öndvegi jafnist á við nóbelsverðlaun í umhverfismálum. Alls verði um 1000 tonn flutt út á næsta ári í tengslum við verkefnið og þótt lambakjötið sé lítill hluti þá sé eftirspurn eftir skyri, smjöri, ostum og fiski meiri núna en framboðið.
Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira