Tveir dvergkafbátar seldir 8. janúar 2007 19:15 Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer. Vonast er til að fimm til átta kafbátar til viðbótar verði seldir síðar á árinu. GAIVA kafbátarnir sem hér um ræðir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá hverju sinni. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Bandaríski flotinn, Háskóli Bresku Kólumbíu og Rannsóknarráð Kanada hafa þegar fest kaup á bátum af þessari gerð. Það var svo í dag sem tilkynnt var að tveir aðilar til viðbótar hefðu fest kaup á kafbátnum. Annar kaupandi vill ekki gefa sig fram um sinn en þar er um að ræða nágrannaríki Íslands innan Atlantshafsbandalagsins. Hinn kaupandinn er rannsóknarstofa á vegum ástralska varnarmálaráðuneytisins. Kaupverð fyrstu tveggja bátanna til þessara nýju kaupenda er samtals tæpar hundrað milljónir króna. Á blaðamannafundinum kom fram að þróunarkostnaður við kafbátana hlypi á hundruðum milljóna og vonir væru bundnar við að fimm til átta bátar til viðbótar yrðu seldir á þessu ári. Einnig var greint frá því í dag að í fyrra hefði eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims, Frost og Sullivan veitt Hafmynd sérstök verðlaun fyrir kafbátinn og þar með fyrir byltingakennda lausn í öryggismálum ríkja. Hafmynd er þar með í flokki stærstu fyrirtækjum heims í hátækni- og hergagnaiðnaði, þar á meðal Kinetik Group, Lockheed Martin og Raytheon. Torfi Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, segir þetta staðfesta viðtökur markaðarins, þá sérstakelga á sviði öryggiseftirlits og varna gegn hryðjuverkum, sem sé stór og vaxandi markaður. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer. Vonast er til að fimm til átta kafbátar til viðbótar verði seldir síðar á árinu. GAIVA kafbátarnir sem hér um ræðir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá hverju sinni. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Bandaríski flotinn, Háskóli Bresku Kólumbíu og Rannsóknarráð Kanada hafa þegar fest kaup á bátum af þessari gerð. Það var svo í dag sem tilkynnt var að tveir aðilar til viðbótar hefðu fest kaup á kafbátnum. Annar kaupandi vill ekki gefa sig fram um sinn en þar er um að ræða nágrannaríki Íslands innan Atlantshafsbandalagsins. Hinn kaupandinn er rannsóknarstofa á vegum ástralska varnarmálaráðuneytisins. Kaupverð fyrstu tveggja bátanna til þessara nýju kaupenda er samtals tæpar hundrað milljónir króna. Á blaðamannafundinum kom fram að þróunarkostnaður við kafbátana hlypi á hundruðum milljóna og vonir væru bundnar við að fimm til átta bátar til viðbótar yrðu seldir á þessu ári. Einnig var greint frá því í dag að í fyrra hefði eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims, Frost og Sullivan veitt Hafmynd sérstök verðlaun fyrir kafbátinn og þar með fyrir byltingakennda lausn í öryggismálum ríkja. Hafmynd er þar með í flokki stærstu fyrirtækjum heims í hátækni- og hergagnaiðnaði, þar á meðal Kinetik Group, Lockheed Martin og Raytheon. Torfi Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, segir þetta staðfesta viðtökur markaðarins, þá sérstakelga á sviði öryggiseftirlits og varna gegn hryðjuverkum, sem sé stór og vaxandi markaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira