Viðskipti erlent

Spá mikilli hækkun á gengi tryggingafélags

Greinendur búast við að gengi bréfa í kínverska líftryggingafélaginu China Life hækki um heil 60 prósent þegar það verður skráð í kauphöllina í Sjanghæ á morgun.

China Life er stærsta tryggingfélag Kína. Þegar almennt hlutafjárútboð var haldið í félaginu undir lok síðasta árs var 30-föld umframeftirspurn eftir bréf í félaginu og söfnuðust 28,32 milljarðar júana eða 256 milljarðar íslenskrar króna.

Útboðsgengi í China Life nam 18,88 júönum á hlut. Fréttastofa Reuters hefur eftir sex greinendum að líkur séu á mikilli hreyfingu á gengi bréfa í félaginu og geti svo farið að gengi þeirra sveiflist um 25 til 43 júan yfir daginn. Þá reikna þeir með að lokagengi bréfanna verði um 30 júan á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×