Erlent

Frekari ákærur á hendur Saddam felldar niður

MYND/Reuters

Réttarhöldum yfir samverkamönnum Saddams Hussein vegna morða á 180 þúsund Kúrdum á níunda áratug síðustu aldar héldu áfram í dag, níu dögum eftir að forsetinn fyrrverandi var tekinn af lífi.

Fyrsta verk dómstólsins var að fella niður allar ákærur á hendur Saddam en sex menn eru áfram ákærðir fyrir stríðsgæpi og glæpi gegn mannkyni fyrir hlut sinn í svokallaðri Anfal-aðgerð þegar Íranar og Írakar áttu í stríði.

Meðal sexmenninganna er frændi Saddams, Ali Hassan al-Majid, sem gengið hefur undir nafninu Efnavopna-Ali fyrir að hafa fyrirskipað notkun á efnavopnum gegn Kúrdum í norðurhluta Íraks á níunda áratugnum.

Eins og kunnugt er var Saddam hengdur þann 30. desember eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað morð á nærri 150 sjíum í bænum Dujail á níunda áratugnum. Tveir samverkamenn hans bíða þess að vera hengdir en Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á það að lífi þeirra verði þyrmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×