Eftirliti með fjárútlátum ríkisins ábótavant 5. janúar 2007 20:30 Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í hefðbundinn ríkisrekstur svo sem laun, rekstur stofnana og þess háttar, en hluti þeirra rennur til hins svokallaða þriðja geira; einstaklinga, félagasamtaka og sjálfseignastofnana af ýmsu tagi. Meðferðarheimilið Byrgið að Efri-Brú myndi falla í þennan flokk. Það er á könnu Ríkisendurskoðunar, ásamt fjárlaganefnd Alþingis og eftir atvikum fagráðuneytum, að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún á að sjá til þess að peningarnir fari á rétta staði og séu notaðir í það sem til er ætlast. Á fjárlögum eru um fimm hundruð svokallaðir fjárlagaliðir, að jafnaði einn fyrir hverja stofnun, embætti eða málaflokk. Ríkisendurskoðun skoðar rúmlega 400 þeirra á ári sem þýðir að 60 til 70 minni liðir sitja á hakanum. Þeirrra á meðal eru flestir hinna svokölluðu safnliða en þar undir eru smáframlög af ýmsu tagi sem samtals nema einum og hálfum milljarði króna. Enginn stofnun í kerfinu, hvorki Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins, Fjársýsla ríkisins né ríkisendurskoðun, hefur hins vegar yfirlit yfir hverjir fá þessi framlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum og ekki er hægt að taka slíkt yfirlit saman á einfaldan hátt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vill hins vegar bæta úr þessu og sendi í fyrradag öllum ráðuneytunum bréf þar sem hann fer fram á að fá upplýsingar um alla aðila utan kerfisins, eins og það er kallað, sem fá peninga á fjárlögum í gegnum ráðuneytin.Ríkisendurskoðun vill fá svör um það hvert peningar ríkisins fari í síðasta lagi fyrir 1. febrúar. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í hefðbundinn ríkisrekstur svo sem laun, rekstur stofnana og þess háttar, en hluti þeirra rennur til hins svokallaða þriðja geira; einstaklinga, félagasamtaka og sjálfseignastofnana af ýmsu tagi. Meðferðarheimilið Byrgið að Efri-Brú myndi falla í þennan flokk. Það er á könnu Ríkisendurskoðunar, ásamt fjárlaganefnd Alþingis og eftir atvikum fagráðuneytum, að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún á að sjá til þess að peningarnir fari á rétta staði og séu notaðir í það sem til er ætlast. Á fjárlögum eru um fimm hundruð svokallaðir fjárlagaliðir, að jafnaði einn fyrir hverja stofnun, embætti eða málaflokk. Ríkisendurskoðun skoðar rúmlega 400 þeirra á ári sem þýðir að 60 til 70 minni liðir sitja á hakanum. Þeirrra á meðal eru flestir hinna svokölluðu safnliða en þar undir eru smáframlög af ýmsu tagi sem samtals nema einum og hálfum milljarði króna. Enginn stofnun í kerfinu, hvorki Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins, Fjársýsla ríkisins né ríkisendurskoðun, hefur hins vegar yfirlit yfir hverjir fá þessi framlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum og ekki er hægt að taka slíkt yfirlit saman á einfaldan hátt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vill hins vegar bæta úr þessu og sendi í fyrradag öllum ráðuneytunum bréf þar sem hann fer fram á að fá upplýsingar um alla aðila utan kerfisins, eins og það er kallað, sem fá peninga á fjárlögum í gegnum ráðuneytin.Ríkisendurskoðun vill fá svör um það hvert peningar ríkisins fari í síðasta lagi fyrir 1. febrúar.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira