Baráttan harðnar um Hutchison Essar 4. janúar 2007 13:47 Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu. Hutchison Whampoa er í eigu kínverska auðkýfingsins Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. The Hinduja Group, sem fram til þessa hefur fjárfest í fjármálastarfsemi, fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum og í iðnaði, átti 5 prósenta hlut í Hutchison Essar en seldi hann á síðasta ári. Minnihlutaeigandi farsímafélagsins, Essar Group, sem fer með 33 prósent í félaginu, greindi frá því í byrjun vikunnar að hann hefði í hyggju að kaupa hlut Hutchison Whampoa og ná meirihluta í félaginu. Essar Group er í oddastöðu í skjóli eignahlutar síns og hefur forkaupsrétt að hlutnum. Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á hlut Hutchison Whampoa undir lok síðasta árs en fleiri farsímafyrirtæki bættust fljótlega í slaginn, þar á meðal fjarskiptafélagið Reliance, eitt af stærstu fyrirtækjum Indlands. Greinindur telja að markaðsvirði hlutarins liggja á um 20 milljörðum bandaríkjadala eða allt að 1.400 milljörðum íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu. Hutchison Whampoa er í eigu kínverska auðkýfingsins Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. The Hinduja Group, sem fram til þessa hefur fjárfest í fjármálastarfsemi, fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum og í iðnaði, átti 5 prósenta hlut í Hutchison Essar en seldi hann á síðasta ári. Minnihlutaeigandi farsímafélagsins, Essar Group, sem fer með 33 prósent í félaginu, greindi frá því í byrjun vikunnar að hann hefði í hyggju að kaupa hlut Hutchison Whampoa og ná meirihluta í félaginu. Essar Group er í oddastöðu í skjóli eignahlutar síns og hefur forkaupsrétt að hlutnum. Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á hlut Hutchison Whampoa undir lok síðasta árs en fleiri farsímafyrirtæki bættust fljótlega í slaginn, þar á meðal fjarskiptafélagið Reliance, eitt af stærstu fyrirtækjum Indlands. Greinindur telja að markaðsvirði hlutarins liggja á um 20 milljörðum bandaríkjadala eða allt að 1.400 milljörðum íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira