Samdráttur hjá bandarískum bílaframleiðendum 4. janúar 2007 10:27 Sportjeppi frá Ford. Sala á nýjum bílum dróst nokkuð saman á milli ára hjá bílaframleiðendunum General Motors (GM), Ford og DaimlerChrysler á síðasta ári. Samdrátturinn var mestur hjá GM eða 8,7 prósent. Á sama tíma jókst sala á nýjum bílum um 12 prósent hjá Toyota í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur verið á miklum hraðbyr og stefnir í að það taki fram úr GM á árinu sem stærsti bílaframleiðandi í heimi. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum vestanhafs seldi GM 4,1 milljón bíla í Bandaríkjunum á síðasta ári sem jafngildir 8,7 prósenta samdrætti. Helsta ástæðan er minni sala á pallbílum og sportjeppum. Samdrátturinn í desember nam hins vegar 13 prósentum samanborið við árið á undan. Sala á nýjum bílum dróst saman um 7,9 prósent hjá Ford, sem seldi 2,9 milljónir bíla á öllu síðasta ári. Í desember dróst salan hins vegar um 12,8 prósent. Þar af nam samdrátturinn 9,9 prósent í sölu á nýjum fólksbílum en 14 prósentum í sölu jeppa. Sala jókst einungis á bílum af gerðinni Land Rover á meðan sala á Jaguar-bílum dróst saman um 32 prósent. Greinendur spá því að þetta ár verði eitt af erfiðari árum Ford, sem fagnar 104 ára afmæli. Þá dróst sala á bílum saman um 5 prósent á árinu hjá DaimlerChrysler. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er 11 prósentum minni sala á bílum af gerðinni Mercedes-Benz. Á sama tíma og bandarískir bílaframleiðendur seldu minna og taprekstur þeirra jókst var söluaukning hjá japanska bílaframleiðandanum Toyota í Bandaríkjunum. Fyrirtækið seldi 2,54 milljónir bíla vestanhafs á síðasta ári sem er 12 prósenta aukning á milli ára. Þetta er sama aukning og í desembermánuði. Mest seldi bíll fyrirtækisins vestra var Toyota Camry en sala á bílum af þessari gerð jókst um 3,9 prósent á milli ára en sala á RAV4 jeppum jókst um 13,5 prósent. Helsta ástæðan fyrir samdrætti bandaríska bílaframleiðenda en aukningar hjá Toyota eru verðhækkanir á eldsneyti sem varð til þess að kaupendur nýrra bíla snéru baki við stórum sportjeppum sem eyða miklu og keyptu japanska bíla í meiri mæli en áður enda þykja þeir sparneytnari. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sala á nýjum bílum dróst nokkuð saman á milli ára hjá bílaframleiðendunum General Motors (GM), Ford og DaimlerChrysler á síðasta ári. Samdrátturinn var mestur hjá GM eða 8,7 prósent. Á sama tíma jókst sala á nýjum bílum um 12 prósent hjá Toyota í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur verið á miklum hraðbyr og stefnir í að það taki fram úr GM á árinu sem stærsti bílaframleiðandi í heimi. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum vestanhafs seldi GM 4,1 milljón bíla í Bandaríkjunum á síðasta ári sem jafngildir 8,7 prósenta samdrætti. Helsta ástæðan er minni sala á pallbílum og sportjeppum. Samdrátturinn í desember nam hins vegar 13 prósentum samanborið við árið á undan. Sala á nýjum bílum dróst saman um 7,9 prósent hjá Ford, sem seldi 2,9 milljónir bíla á öllu síðasta ári. Í desember dróst salan hins vegar um 12,8 prósent. Þar af nam samdrátturinn 9,9 prósent í sölu á nýjum fólksbílum en 14 prósentum í sölu jeppa. Sala jókst einungis á bílum af gerðinni Land Rover á meðan sala á Jaguar-bílum dróst saman um 32 prósent. Greinendur spá því að þetta ár verði eitt af erfiðari árum Ford, sem fagnar 104 ára afmæli. Þá dróst sala á bílum saman um 5 prósent á árinu hjá DaimlerChrysler. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er 11 prósentum minni sala á bílum af gerðinni Mercedes-Benz. Á sama tíma og bandarískir bílaframleiðendur seldu minna og taprekstur þeirra jókst var söluaukning hjá japanska bílaframleiðandanum Toyota í Bandaríkjunum. Fyrirtækið seldi 2,54 milljónir bíla vestanhafs á síðasta ári sem er 12 prósenta aukning á milli ára. Þetta er sama aukning og í desembermánuði. Mest seldi bíll fyrirtækisins vestra var Toyota Camry en sala á bílum af þessari gerð jókst um 3,9 prósent á milli ára en sala á RAV4 jeppum jókst um 13,5 prósent. Helsta ástæðan fyrir samdrætti bandaríska bílaframleiðenda en aukningar hjá Toyota eru verðhækkanir á eldsneyti sem varð til þess að kaupendur nýrra bíla snéru baki við stórum sportjeppum sem eyða miklu og keyptu japanska bíla í meiri mæli en áður enda þykja þeir sparneytnari.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira