Viðskipti erlent

Hlutabréf falla í Taílandi

Úr kauphöllinni í Bangkok á Taílandi
Úr kauphöllinni í Bangkok á Taílandi Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa hefur fallið um 3,8 prósent í kauphöllinni í Bangkok í Taílandi í kjölfar þess að átta sprengjur sprungu í borginni á nýársnótt. Þrír létust í árásunum og um 40 manns særðust.

Talsverður viðbúnaður hefur verið í borginni vegna sprenginganna, ekki síst á ferðamannastöðum en níu þeirra sem slösuðust á nýársnótt voru erlendir ferðamenn, að sögn breska ríkisútvarpsins. Hinir látnu voru Taílendingar.

Hálfur mánuður er síðan gengi hlutabréfa féll um 15 prósent í kauphöllinni í Bangkok vegna aðgerða seðlabankans þar í landi til að lækka gengi bahtsins, gjaldmiðils Taílendinga. Lækkun á gengi hlutabréfa nú hefur hins vegar ekki haft teljandi áhrif á gengi gjaldmiðilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×