Aldrei fleiri látist í einum mánuði í Írak en í desemer 2. janúar 2007 13:00 Fleiri íraskir borgarar létust vegna ofbeldisverka í desember en í nokkrum öðrum mánuði frá því að landið var hernumið vorið 2003. Átök á milli trúarhópa í landinu eru höfuðorsök þessa mikla mannfalls. Þetta kemur fram í samantekt íraska innanríkisráðuneytisins sem gefin var út í morgun. Þar segir að 1.930 saklausir borgarar hafi látið lífið vegna átaka í desember 2006, næstum því fjórum sinnum fleiri en í janúar sama ár. Alls týndu 12.320 Írakar lífi í ofbeldisverkum á árinu og það er eftirtektarvert að helmingur mannfallsins var á síðasta þriðjungi þess. Flestir eru sammála um að mat ráðuneytisins sé mjög hóflegt, ekki eru þeir teknir með í reikninginn sem létust eftir að hafa verið fluttir særðir á sjúkrahús. Hver sem fjöldinn raunverulega er, er ljóst að mannfallið eykst stöðugt og vaxandi átök milli sjía og súnnía eru skýringin á stærstum hluta þess. Óttast er að þau muni magnast enn frekar vegna aftökunnar á Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og sérstaklega eftir að upptaka var birt þar sem sést þegar böðlarnir hæða hann og spotta. Íraska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á hegðun þeirra, svo og hvernig þeim hafi tekist að mynda aftökuna þrátt fyrir fortakslaust bann við því. Búist er við að á næstu dögum muni bandaríska ríkisstjórnin tilkynna um fjölgun hermanna í Írak til að stemma stigu við vaxandi ofbeldi þar. Líklegt er talið að aukaliðið muni einbeita sér að því að uppræta Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, eldklerksins frá Najaf, en þær eru sagðar bera ábyrgð á stórum hluta oftbeldisins. 140.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak og á dögunum var greint frá því að mannfall úr þeirra röðum væri komið yfir þrjú þúsund manns. Nýleg könnun tímaritsins Military Times sýnir að aðeins 35 prósent Bandaríkjahers ánægð með stefnu Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks. Írak Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fleiri íraskir borgarar létust vegna ofbeldisverka í desember en í nokkrum öðrum mánuði frá því að landið var hernumið vorið 2003. Átök á milli trúarhópa í landinu eru höfuðorsök þessa mikla mannfalls. Þetta kemur fram í samantekt íraska innanríkisráðuneytisins sem gefin var út í morgun. Þar segir að 1.930 saklausir borgarar hafi látið lífið vegna átaka í desember 2006, næstum því fjórum sinnum fleiri en í janúar sama ár. Alls týndu 12.320 Írakar lífi í ofbeldisverkum á árinu og það er eftirtektarvert að helmingur mannfallsins var á síðasta þriðjungi þess. Flestir eru sammála um að mat ráðuneytisins sé mjög hóflegt, ekki eru þeir teknir með í reikninginn sem létust eftir að hafa verið fluttir særðir á sjúkrahús. Hver sem fjöldinn raunverulega er, er ljóst að mannfallið eykst stöðugt og vaxandi átök milli sjía og súnnía eru skýringin á stærstum hluta þess. Óttast er að þau muni magnast enn frekar vegna aftökunnar á Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og sérstaklega eftir að upptaka var birt þar sem sést þegar böðlarnir hæða hann og spotta. Íraska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á hegðun þeirra, svo og hvernig þeim hafi tekist að mynda aftökuna þrátt fyrir fortakslaust bann við því. Búist er við að á næstu dögum muni bandaríska ríkisstjórnin tilkynna um fjölgun hermanna í Írak til að stemma stigu við vaxandi ofbeldi þar. Líklegt er talið að aukaliðið muni einbeita sér að því að uppræta Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, eldklerksins frá Najaf, en þær eru sagðar bera ábyrgð á stórum hluta oftbeldisins. 140.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak og á dögunum var greint frá því að mannfall úr þeirra röðum væri komið yfir þrjú þúsund manns. Nýleg könnun tímaritsins Military Times sýnir að aðeins 35 prósent Bandaríkjahers ánægð með stefnu Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks.
Írak Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira