Sport

Ellilífeyrisþegi hljóp 110 metra á 12,12 sekúndum

Tony Bowman vann glæstan sigur í hinu árlega nýrársspretthlaupi ellilífeyrisþega sem fram fór í Musselburgh í Englandi í gær. Hinn 71 árs gamli fyrrverandi ruðningsleikmaður kom í mark á 12,12 sekúndum, sem verður að teljast ótrúlegur tími miðað við aldur.

Bowman, sem býr í nágrenni Leeds, fékk um hálfa milljón fyrir sigurinn í hlaupinu. ”Ég hélt að ég myndi aldrei ná að komast í úrslitahlaupið hér í dag en dagsformið var einstakt og það gekk allt upp hjá mér,” sagði Bowman í samtali við BBC.

Walter Hunter frá Falkirk varð annar í hlaupinu á 12,24 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×