Erró gefur listaverk fyrir fimm milljónir Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 7. desember 2007 06:30 Þetta grafíkþrykkta verk verður gefið með fimmtíu fyrstu bókunum um Erró en það er bæði tölusett og áritað af listamanninum. Þeir fimmtíu fyrstu sem kaupa nýja bók um listamanninn Erró fá óvæntan glaðning. Þeir fá nefnilega grafíkþrykkt verk eftir listamanninn sem eru bæði árituð og tölusett en herlegheitin fara fram í bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum á laugardaginn um leið og búðin er opnuð. Umrædd bók heitir Erró í tímaröð – líf hans og list og er eftir Daniellu Kvaran. Sigurður Pálsson þýddi bókina sem í vikunni hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. „Erró er mjög ánægður með bókina en ákaflega leiður yfir því að geta ekki komist til að árita fyrir jólin. En hann ætlar að koma eftir jól,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka í Máli og menningu, sem tók á móti listaverkunum og var ákaflega hissa en glöð yfir gjafmildi listamannsins. Bryndís segist ekki óttast að þarna eigi eftir að myndast örtröð og telur að bókabúðirnar séu vel mannaðar nú þegar jólaösin nálgast óðum hámarkið. Og það eru eflaust ansi margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar og gætu vel þegið að slá tvær flugur í einu höggi. Áætlað er að verðmæti listaverksins sé í kringum hundrað þúsund krónur. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þeir fimmtíu fyrstu sem kaupa nýja bók um listamanninn Erró fá óvæntan glaðning. Þeir fá nefnilega grafíkþrykkt verk eftir listamanninn sem eru bæði árituð og tölusett en herlegheitin fara fram í bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum á laugardaginn um leið og búðin er opnuð. Umrædd bók heitir Erró í tímaröð – líf hans og list og er eftir Daniellu Kvaran. Sigurður Pálsson þýddi bókina sem í vikunni hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. „Erró er mjög ánægður með bókina en ákaflega leiður yfir því að geta ekki komist til að árita fyrir jólin. En hann ætlar að koma eftir jól,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka í Máli og menningu, sem tók á móti listaverkunum og var ákaflega hissa en glöð yfir gjafmildi listamannsins. Bryndís segist ekki óttast að þarna eigi eftir að myndast örtröð og telur að bókabúðirnar séu vel mannaðar nú þegar jólaösin nálgast óðum hámarkið. Og það eru eflaust ansi margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar og gætu vel þegið að slá tvær flugur í einu höggi. Áætlað er að verðmæti listaverksins sé í kringum hundrað þúsund krónur.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira