Erró gefur listaverk fyrir fimm milljónir Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 7. desember 2007 06:30 Þetta grafíkþrykkta verk verður gefið með fimmtíu fyrstu bókunum um Erró en það er bæði tölusett og áritað af listamanninum. Þeir fimmtíu fyrstu sem kaupa nýja bók um listamanninn Erró fá óvæntan glaðning. Þeir fá nefnilega grafíkþrykkt verk eftir listamanninn sem eru bæði árituð og tölusett en herlegheitin fara fram í bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum á laugardaginn um leið og búðin er opnuð. Umrædd bók heitir Erró í tímaröð – líf hans og list og er eftir Daniellu Kvaran. Sigurður Pálsson þýddi bókina sem í vikunni hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. „Erró er mjög ánægður með bókina en ákaflega leiður yfir því að geta ekki komist til að árita fyrir jólin. En hann ætlar að koma eftir jól,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka í Máli og menningu, sem tók á móti listaverkunum og var ákaflega hissa en glöð yfir gjafmildi listamannsins. Bryndís segist ekki óttast að þarna eigi eftir að myndast örtröð og telur að bókabúðirnar séu vel mannaðar nú þegar jólaösin nálgast óðum hámarkið. Og það eru eflaust ansi margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar og gætu vel þegið að slá tvær flugur í einu höggi. Áætlað er að verðmæti listaverksins sé í kringum hundrað þúsund krónur. Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þeir fimmtíu fyrstu sem kaupa nýja bók um listamanninn Erró fá óvæntan glaðning. Þeir fá nefnilega grafíkþrykkt verk eftir listamanninn sem eru bæði árituð og tölusett en herlegheitin fara fram í bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum á laugardaginn um leið og búðin er opnuð. Umrædd bók heitir Erró í tímaröð – líf hans og list og er eftir Daniellu Kvaran. Sigurður Pálsson þýddi bókina sem í vikunni hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. „Erró er mjög ánægður með bókina en ákaflega leiður yfir því að geta ekki komist til að árita fyrir jólin. En hann ætlar að koma eftir jól,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka í Máli og menningu, sem tók á móti listaverkunum og var ákaflega hissa en glöð yfir gjafmildi listamannsins. Bryndís segist ekki óttast að þarna eigi eftir að myndast örtröð og telur að bókabúðirnar séu vel mannaðar nú þegar jólaösin nálgast óðum hámarkið. Og það eru eflaust ansi margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar og gætu vel þegið að slá tvær flugur í einu höggi. Áætlað er að verðmæti listaverksins sé í kringum hundrað þúsund krónur.
Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira