Hluthöfum fækkar Björgvin Guðmundsson skrifar 5. desember 2007 00:01 Fundur Fjármálaeftirlitsins um yfirtökureglur Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, hefur velt upp þeirri spurningu hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum. Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félögum hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvalsvísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignarhlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækkar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 prósent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfasjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 prósenta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfirráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingarleysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslenskum félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjárfestar treysti sér til þátttöku. Héðan og þaðan Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félögum hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvalsvísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignarhlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækkar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 prósent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfasjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 prósenta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfirráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingarleysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslenskum félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjárfestar treysti sér til þátttöku.
Héðan og þaðan Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira