Lestur og lesskilningur barna og unglinga: Langur vegur frá því að vera best Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2007 06:00 Allir eru læsir á Íslandi." Einhvern veginn svona hljómar mýtan sem við höfum svo gaman af að fara með fyrir útlendinga. En á miðvikudag var PIRLS, alþjóðlega lestrar- og lesskilningsprófið, kynnt. Þar kemur fram að lestrar- og lesskilningsgeta níu til tíu ára íslenskra barna rétt nær meðaltali í samanburði við getu jafnaldra sinna í 39 öðrum löndum. Eins og nánast alls staðar annars staðar í þessum fjörutíu löndum er geta stúlkna í þessum efnum marktækt meiri en drengja. Þá niðurstöðu verður að setja í samhengi við þá þróun að stúlkur sækja sér frekar framhaldsmenntun eftir grunnskóla en drengir. Við því verður að bregðast. Fyrir þjóð sem er stolt af því á hátíðarstundum að vera bókaþjóð hlýtur þetta að vera áhyggjuefni. Skilja börnin okkar kannski ekki það sem þau eru að lesa? Það er ekki bara lestur tíu ára barna sem ætti að hafa einhverjar áhyggjur af. Ef Íslendingar ætla að halda uppi ímyndinni um lestrar- og bókmenntaþjóð þarf lestur til skemmtunar og unaðs að vera tekinn sem sjálfsagður hlutur. Áhugaleysi unglinga á lestri undanfarin ár hefur verið með þeim hætti að unglingabókaklúbbur Eddu stóð ekki undir sér og var lagður niður, ólíkt barnabókaklúbbi og bókaklúbbi fyrir fullorðna. Þetta áhugaleysi er ekki unglingunum að kenna, heldur verður einnig að líta á vöruna sem er verið að reyna að bjóða þeim. Unglingar nenna ekki frekar en aðrir að lesa óáhugaverðar bækur. Nú er að skríða á fullorðinsárin kynslóð unglinga sem hefur haft úr litlu að moða þegar kemur að lestri góðra unglingabóka. Sérstaklega hefur útgáfa íslenskra unglingabóka sem gefa einhverja mynd af íslenskum veruleika verið lítil. Þó lítur það aðeins til betri vegar og eru þær nú fleiri í Bókatíðindum en áður. Það er því von til þess að unglingar finni að minnsta kosti eina bók fyrir þessi jól sem þeir hefðu áhuga á að lesa en undanfarin ár hefur það ekki alltaf verið svo gott. Sérstaklega hefur verið skortur á áhugaverðum bókum fyrir unglingsdrengi. Nýja hugsun hefur vantað í lesefni fyrir ungmenni. Ekki þarf einungis að huga að nýjum efnistökum, heldur einnig nýjum miðlum. Lítið er til á netinu af íslensku lesefni fyrir börn og unglinga. Að megninu til er þar að finna fréttir og fréttatengt efni annars vegar og blogg, sem unglingarnir skrifa sjálfir á misgóðri íslensku, hins vegar. Úr þessu þarf að bæta ef við ætlum að lyfta okkur upp úr meðalmennskunni og á þann stall sem við segjumst á tyllidögum tilheyra; sem lestrar- og bókmenntaþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Allir eru læsir á Íslandi." Einhvern veginn svona hljómar mýtan sem við höfum svo gaman af að fara með fyrir útlendinga. En á miðvikudag var PIRLS, alþjóðlega lestrar- og lesskilningsprófið, kynnt. Þar kemur fram að lestrar- og lesskilningsgeta níu til tíu ára íslenskra barna rétt nær meðaltali í samanburði við getu jafnaldra sinna í 39 öðrum löndum. Eins og nánast alls staðar annars staðar í þessum fjörutíu löndum er geta stúlkna í þessum efnum marktækt meiri en drengja. Þá niðurstöðu verður að setja í samhengi við þá þróun að stúlkur sækja sér frekar framhaldsmenntun eftir grunnskóla en drengir. Við því verður að bregðast. Fyrir þjóð sem er stolt af því á hátíðarstundum að vera bókaþjóð hlýtur þetta að vera áhyggjuefni. Skilja börnin okkar kannski ekki það sem þau eru að lesa? Það er ekki bara lestur tíu ára barna sem ætti að hafa einhverjar áhyggjur af. Ef Íslendingar ætla að halda uppi ímyndinni um lestrar- og bókmenntaþjóð þarf lestur til skemmtunar og unaðs að vera tekinn sem sjálfsagður hlutur. Áhugaleysi unglinga á lestri undanfarin ár hefur verið með þeim hætti að unglingabókaklúbbur Eddu stóð ekki undir sér og var lagður niður, ólíkt barnabókaklúbbi og bókaklúbbi fyrir fullorðna. Þetta áhugaleysi er ekki unglingunum að kenna, heldur verður einnig að líta á vöruna sem er verið að reyna að bjóða þeim. Unglingar nenna ekki frekar en aðrir að lesa óáhugaverðar bækur. Nú er að skríða á fullorðinsárin kynslóð unglinga sem hefur haft úr litlu að moða þegar kemur að lestri góðra unglingabóka. Sérstaklega hefur útgáfa íslenskra unglingabóka sem gefa einhverja mynd af íslenskum veruleika verið lítil. Þó lítur það aðeins til betri vegar og eru þær nú fleiri í Bókatíðindum en áður. Það er því von til þess að unglingar finni að minnsta kosti eina bók fyrir þessi jól sem þeir hefðu áhuga á að lesa en undanfarin ár hefur það ekki alltaf verið svo gott. Sérstaklega hefur verið skortur á áhugaverðum bókum fyrir unglingsdrengi. Nýja hugsun hefur vantað í lesefni fyrir ungmenni. Ekki þarf einungis að huga að nýjum efnistökum, heldur einnig nýjum miðlum. Lítið er til á netinu af íslensku lesefni fyrir börn og unglinga. Að megninu til er þar að finna fréttir og fréttatengt efni annars vegar og blogg, sem unglingarnir skrifa sjálfir á misgóðri íslensku, hins vegar. Úr þessu þarf að bæta ef við ætlum að lyfta okkur upp úr meðalmennskunni og á þann stall sem við segjumst á tyllidögum tilheyra; sem lestrar- og bókmenntaþjóð.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun