Gerum gott heilbrigðiskerfi betra Björgvin Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2007 00:01 Núverandi kerfi heilbrigðismála á Íslandi hefur alltof lengi staðið í stað. Það hefur vantað pólitískt þor til að gera nauðsynlegar breytingar. Á meðan hafa útgjöld til þessa málaflokks vaxið gríðarlega mikið og sogar til sín árlega um fjórðung allra útgjalda ríkisins. Þessi útgjaldavöxtur er í takt við þróun annars staðar í hinum vestræna heimi. Því er nauðsynlegt að bregðast við svo hægt sé að hægja á útgjaldaþenslunni um leið og stuðlað er að bæta kerfið í þágu notenda. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lengi sóst eftir forræði yfir heilbrigðismálum þegar Guðlaugur Þór Þórðarsson settist í stól heilbrigðisráðherra. Verk ráðherrans hafa hingað til verið vel ígrunduð og gefið fyrirheit um grundvallarbreytingar. Það felst pólitísk skynsemi í því að fara sér hægt þegar um jafn viðvkæman málaflokk er að ræða. Nýjasta útspil Guðlaugs Þórs lofar mjög góðu um framhaldið. Hann hefur hrint af stjórnkerfisbreytingum í heilbrigðisþjónustunni sem Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir mun leiða. Á hún að undirbúa starfsemi nýrrar stofnunar sem mun annast kaup, greiðslur og samninga um heilbrigðisþjónustu. Guðlaugur Þór sagði í samtali við Fréttablaðið að markmiðið væri að auka gegnsæi og hagkvæmni innan kerfisins. Á meðal annars að skilja á milli kaupenda og seljenda í heilbrigðiskerfinu. Það er rétt sem Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, bendir á í Fréttablaðinu í gær að kerfisbreytingin ein og sér býr ekki til peninga. Skortur á fjármagni hefur verið eitt helsta vandamál í heilbrigðisgeiranum. Með því að setja sérstaka innkaupastofnun á laggirnar færist ákvarðanataka um hvaða verkefnum skuli sinna nær stjórnmálamönnunum. Þeir þurfa að ákveða fjölda ferliverka og úthluta fjármagni til samræmis við það. Tæmist sjóðirnir verða þeir að gera upp við sig hvort veita eigi meiri peningu í tiltekin verkefni. Kerfið verður kvikara og skilvirkara en nú tíðkast. Um leið hlýtur markmið heilbrigðisráðherra að vera að nýta betur þá peninga sem rennur til málaflokksins. Innkaupastofnunin mun væntanlega kaupa þjónustu af þeim sem bjóða hana á hagstæðustu kjörum. Möguleikar heilbrigðisstarfsfólks utan ríkisstofnana til að framkvæmda aðgerðir aukast. Biðraðir minnka og fleiri fá góða þjónustu. Þetta snýst allt saman um fólkið sem á að njóta þjónustunnar. Það hefur sýnt sig margoft að ríkið veitir verri þjónustu en einkaaðilar. Skiptir þá engu máli hvort það er heilbrigðisþjónusta eða önnur þjónusta. Auðvitað eru einhverjir sem vara við þessari þróun. Á það ber hins vegar að líta að andstöðu við breytingar er ekki að finna í miklum mæli innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Bæði læknar og hjúkrunarfólk hefur kallað á endurskoðun kerfisins í mörg ár. Það er fólkið sem veitir þessa þjónustu og er í mestu samskiptum við þá sem njóta hennar. Hlustum á það. Loksins hefur heilbrigðisráðherra pólitískan kjark til að stuðla að grundvallarbreytingu innan heilbrigðiskerfisins. Það er alltaf hægt að gera gott kerfi betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Núverandi kerfi heilbrigðismála á Íslandi hefur alltof lengi staðið í stað. Það hefur vantað pólitískt þor til að gera nauðsynlegar breytingar. Á meðan hafa útgjöld til þessa málaflokks vaxið gríðarlega mikið og sogar til sín árlega um fjórðung allra útgjalda ríkisins. Þessi útgjaldavöxtur er í takt við þróun annars staðar í hinum vestræna heimi. Því er nauðsynlegt að bregðast við svo hægt sé að hægja á útgjaldaþenslunni um leið og stuðlað er að bæta kerfið í þágu notenda. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lengi sóst eftir forræði yfir heilbrigðismálum þegar Guðlaugur Þór Þórðarsson settist í stól heilbrigðisráðherra. Verk ráðherrans hafa hingað til verið vel ígrunduð og gefið fyrirheit um grundvallarbreytingar. Það felst pólitísk skynsemi í því að fara sér hægt þegar um jafn viðvkæman málaflokk er að ræða. Nýjasta útspil Guðlaugs Þórs lofar mjög góðu um framhaldið. Hann hefur hrint af stjórnkerfisbreytingum í heilbrigðisþjónustunni sem Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir mun leiða. Á hún að undirbúa starfsemi nýrrar stofnunar sem mun annast kaup, greiðslur og samninga um heilbrigðisþjónustu. Guðlaugur Þór sagði í samtali við Fréttablaðið að markmiðið væri að auka gegnsæi og hagkvæmni innan kerfisins. Á meðal annars að skilja á milli kaupenda og seljenda í heilbrigðiskerfinu. Það er rétt sem Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, bendir á í Fréttablaðinu í gær að kerfisbreytingin ein og sér býr ekki til peninga. Skortur á fjármagni hefur verið eitt helsta vandamál í heilbrigðisgeiranum. Með því að setja sérstaka innkaupastofnun á laggirnar færist ákvarðanataka um hvaða verkefnum skuli sinna nær stjórnmálamönnunum. Þeir þurfa að ákveða fjölda ferliverka og úthluta fjármagni til samræmis við það. Tæmist sjóðirnir verða þeir að gera upp við sig hvort veita eigi meiri peningu í tiltekin verkefni. Kerfið verður kvikara og skilvirkara en nú tíðkast. Um leið hlýtur markmið heilbrigðisráðherra að vera að nýta betur þá peninga sem rennur til málaflokksins. Innkaupastofnunin mun væntanlega kaupa þjónustu af þeim sem bjóða hana á hagstæðustu kjörum. Möguleikar heilbrigðisstarfsfólks utan ríkisstofnana til að framkvæmda aðgerðir aukast. Biðraðir minnka og fleiri fá góða þjónustu. Þetta snýst allt saman um fólkið sem á að njóta þjónustunnar. Það hefur sýnt sig margoft að ríkið veitir verri þjónustu en einkaaðilar. Skiptir þá engu máli hvort það er heilbrigðisþjónusta eða önnur þjónusta. Auðvitað eru einhverjir sem vara við þessari þróun. Á það ber hins vegar að líta að andstöðu við breytingar er ekki að finna í miklum mæli innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Bæði læknar og hjúkrunarfólk hefur kallað á endurskoðun kerfisins í mörg ár. Það er fólkið sem veitir þessa þjónustu og er í mestu samskiptum við þá sem njóta hennar. Hlustum á það. Loksins hefur heilbrigðisráðherra pólitískan kjark til að stuðla að grundvallarbreytingu innan heilbrigðiskerfisins. Það er alltaf hægt að gera gott kerfi betra.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun