Orðræða um orkumál (3) Þorkell Helgason skrifar 29. október 2007 00:01 Umræðan Orkumál Þetta eru lokin á syrpu pistla um orkumál á líðandi stund. Hér verður rætt um umdeilda þætti: eignarhald á orkufyrirtækjum og auðlindum. Auðlindir: þjóðareign – einkaeignLengi hefur verið deilt um það hvort auðlindir í og á jörðu skuli vera í almannaeigu eða einkaeigu. Á vissan hátt var tekið af skarið með tveimur lagasetningum á seinustu árum. Annars vegar var lögfest að jarðeigendur skyldu eiga öll réttindi til orkunýtingar á og undir sínum landareignum, en með gömlum vatnalögum var búið að segja það sama um orku vatnsfalla. Á hinn bóginn var tekið á því með þjóðlendulögunum að auðlindir utan jarða og eignarlanda skyldu vera í eigu íslenska ríkisins. Þá ber að hafa í huga að ríki og sveitarfélög eiga líka talsverðar landareignir og þar með auðlindir þeirra. Ekki hefur verið kortlagt hve mikið af orkulindunum er samanlagt í opinberri eigu og hve mikið í einkaeigu, en ætla má að talsverður meirihluti sé í eigu hins opinbera með einum eða öðrum hætti. Nú hafa ráðherrar kynnt þá stefnu að ekki verði gengið á eign hins opinbera á orkulindum og að þær verði ekki seldar, enda þótt ekki sé ætlunin að hrófla við núverandi einkaeigu í þessum efnum. Hliðstæð umræða er í gangi í Noregi, þar sem hið opinbera hefur í reynd umráð yfir megninu af hinum gífurlegu orkulindum Norðmanna. Vegna tiltekins dóms EFTA-dómstólsins varðandi hluta af vatnsréttindunum hefur norska ríkisstjórnin áréttað þann vilja sinn að kvika ekki frá opinberri forsjá á vatnsorkunni. Opinber eign – opinber reksturEnda þótt auðlindir kunni að vera í opinberri eigu eða umsjón er ekki þar með sagt að nýting auðlindanna eigi að vera hlutverk hins opinbera. Þannig eru „nytjastofnar á Íslandsmiðum ... sameign íslensku þjóðarinnar" eins og segir í lögum enda þótt nýtingin sé framseld til eigenda fiskiskipa. Með sama hætti er það aðskilin ákvörðun hver stefnan á að vera varðandi eignarhald á orkulindum og hverjum á að vera heimilt að nýta þær, hvort það séu jöfnum höndum opinberir aðilar og einkaaðilar, jafnt innlendir sem erlendir. Í hinni pólitísku umræðu vill þó brenna við að hér sé allt lagt að jöfnu, auðlindaforsjáin og nýtingin, eftir því sem hentar málflutningum. Mikilvægasta úrlausnarefnið í þessum málum er hvernig háttað er aðgengi að þeim auðlindum sem stjórnvöld kunna að hafa til ráðstöfunar, hvernig gert er upp á milli þeirra sem nýta vilja sama auðlindakostinn og hvað og hvernig greitt er fyrir nýtinguna. Íslendingar – útlendingarÍ upphafi síðustu aldar settu Norðmenn undir þann leka að vatnsorkuréttindi voru að færast í hendur útlendinga. Það gerðu þeir með þeim hætti að lögbjóða að skila yrði réttindunum og orkuverunum „heim" til Noregs að sextíu árum liðnum. Fyrirkomulagið á þessari „heimkvaðningu" (hjemfall á norsku) varð tilefni fyrrgreinds EFTA-dóms. Hérlendis gengu menn enn lengra og voru settar lagaskorður við áformum Einars Benediktssonar um að fá erlent fjármagn til virkjana og stóriðju. Enn eru færð rök gegn erlendri aðild að orkugeiranum. Með aðild okkar að EES er fyrirmunað að gera upp á milli okkar og annarra EES-búa í þeim efnum. Enda þótt lög setji aðilum utan EES vissar tálmanir er auðvelt að komast framhjá þeim. Því er hæpið að hægt væri að setja skorður við aðild erlendra einkaaðila að orkugeiranum þótt menn kynnu að vilja það. Spyrja má hvort fælni við útlendinga er ekki birtingarmynd annarra áhyggjuefna, svo sem þeirra að einkaaðilar megi ekki eignast auðlindir í almannaeigu, að sérleyfisstarfsemi eigi að vera í opinberum rekstri eða hvort einkaeignarfyrirkomulag eigi að vera þar jafnrétthátt? Í margra augum skiptir máli hvort auðlindir eru í almannaeigu eða ekki. En er reginmunur á því hvort sá sem kann að eiga hlut í auðlindunum heitir Jón Sigurðsson eða John Smith? Kannski búa báðir í London! Snýst ekki deilan fremur um hlut hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar en hvert ríkisfang manna er?Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umræðan Orkumál Þetta eru lokin á syrpu pistla um orkumál á líðandi stund. Hér verður rætt um umdeilda þætti: eignarhald á orkufyrirtækjum og auðlindum. Auðlindir: þjóðareign – einkaeignLengi hefur verið deilt um það hvort auðlindir í og á jörðu skuli vera í almannaeigu eða einkaeigu. Á vissan hátt var tekið af skarið með tveimur lagasetningum á seinustu árum. Annars vegar var lögfest að jarðeigendur skyldu eiga öll réttindi til orkunýtingar á og undir sínum landareignum, en með gömlum vatnalögum var búið að segja það sama um orku vatnsfalla. Á hinn bóginn var tekið á því með þjóðlendulögunum að auðlindir utan jarða og eignarlanda skyldu vera í eigu íslenska ríkisins. Þá ber að hafa í huga að ríki og sveitarfélög eiga líka talsverðar landareignir og þar með auðlindir þeirra. Ekki hefur verið kortlagt hve mikið af orkulindunum er samanlagt í opinberri eigu og hve mikið í einkaeigu, en ætla má að talsverður meirihluti sé í eigu hins opinbera með einum eða öðrum hætti. Nú hafa ráðherrar kynnt þá stefnu að ekki verði gengið á eign hins opinbera á orkulindum og að þær verði ekki seldar, enda þótt ekki sé ætlunin að hrófla við núverandi einkaeigu í þessum efnum. Hliðstæð umræða er í gangi í Noregi, þar sem hið opinbera hefur í reynd umráð yfir megninu af hinum gífurlegu orkulindum Norðmanna. Vegna tiltekins dóms EFTA-dómstólsins varðandi hluta af vatnsréttindunum hefur norska ríkisstjórnin áréttað þann vilja sinn að kvika ekki frá opinberri forsjá á vatnsorkunni. Opinber eign – opinber reksturEnda þótt auðlindir kunni að vera í opinberri eigu eða umsjón er ekki þar með sagt að nýting auðlindanna eigi að vera hlutverk hins opinbera. Þannig eru „nytjastofnar á Íslandsmiðum ... sameign íslensku þjóðarinnar" eins og segir í lögum enda þótt nýtingin sé framseld til eigenda fiskiskipa. Með sama hætti er það aðskilin ákvörðun hver stefnan á að vera varðandi eignarhald á orkulindum og hverjum á að vera heimilt að nýta þær, hvort það séu jöfnum höndum opinberir aðilar og einkaaðilar, jafnt innlendir sem erlendir. Í hinni pólitísku umræðu vill þó brenna við að hér sé allt lagt að jöfnu, auðlindaforsjáin og nýtingin, eftir því sem hentar málflutningum. Mikilvægasta úrlausnarefnið í þessum málum er hvernig háttað er aðgengi að þeim auðlindum sem stjórnvöld kunna að hafa til ráðstöfunar, hvernig gert er upp á milli þeirra sem nýta vilja sama auðlindakostinn og hvað og hvernig greitt er fyrir nýtinguna. Íslendingar – útlendingarÍ upphafi síðustu aldar settu Norðmenn undir þann leka að vatnsorkuréttindi voru að færast í hendur útlendinga. Það gerðu þeir með þeim hætti að lögbjóða að skila yrði réttindunum og orkuverunum „heim" til Noregs að sextíu árum liðnum. Fyrirkomulagið á þessari „heimkvaðningu" (hjemfall á norsku) varð tilefni fyrrgreinds EFTA-dóms. Hérlendis gengu menn enn lengra og voru settar lagaskorður við áformum Einars Benediktssonar um að fá erlent fjármagn til virkjana og stóriðju. Enn eru færð rök gegn erlendri aðild að orkugeiranum. Með aðild okkar að EES er fyrirmunað að gera upp á milli okkar og annarra EES-búa í þeim efnum. Enda þótt lög setji aðilum utan EES vissar tálmanir er auðvelt að komast framhjá þeim. Því er hæpið að hægt væri að setja skorður við aðild erlendra einkaaðila að orkugeiranum þótt menn kynnu að vilja það. Spyrja má hvort fælni við útlendinga er ekki birtingarmynd annarra áhyggjuefna, svo sem þeirra að einkaaðilar megi ekki eignast auðlindir í almannaeigu, að sérleyfisstarfsemi eigi að vera í opinberum rekstri eða hvort einkaeignarfyrirkomulag eigi að vera þar jafnrétthátt? Í margra augum skiptir máli hvort auðlindir eru í almannaeigu eða ekki. En er reginmunur á því hvort sá sem kann að eiga hlut í auðlindunum heitir Jón Sigurðsson eða John Smith? Kannski búa báðir í London! Snýst ekki deilan fremur um hlut hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar en hvert ríkisfang manna er?Höfundur er orkumálastjóri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar