Engin kreppa á toppnum Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2007 00:01 Sölumenn B&L spá því að BMW X6 verði næsta uppáhald íslenskra bílaunnenda. Sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegri“ bíla. Heildarsalan dróst saman um 2.319 bíla frá upphafi árs og fram til 19. október. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er þetta 14,9 prósenta samdráttur miðað við í fyrra. Á sama tíma hefur sala aukist á nær öllum tegundum svokallaðra lúxusbíla. Fram til 19. október höfðu nýir eigendur rúmlega fjórtán hundruð stykkja af lúxusbílum ekið út um dyr íslenskra bílaumboða. Til lúxusbíla teljast hér bílar sem kosta frá 4,5 milljónum króna að tuttugu milljónum og upp úr. Heildarfjöldi seldra bíla var 13.245 á tímabilinu. Lúxusbílar eru því hátt í ellefu prósent allra seldra bíla á þessu ári. Á þessu ári hefur mesta sprengingin orðið í sölu á Land Rover-jeppum. Sala þeirra jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Í heild hafa 254 slíkir jeppar verið seldir á árinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, sem fer með umboð Land Rover, hafa um hundrað slíkir jeppar selst það sem af er ári. Þeir kosta á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, segir að af eftirspurninni að dæma muni ekki draga úr sölu lúxusbifreiða á næstunni. „Það er ekki svo langt síðan við vorum með eitt og hálft stöðugildi í kringum sölu lúxusbifreiða. Í dag erum við með fjóra í vinnu, eingöngu við sölu Land Rover og BMW. Þessir sölumenn hafa varla við.“ B&L hefur einnig umboðið fyrir BMW. Sala á BMW, sem kostar yfir 4,5 milljónir, hefur verið góð á árinu og aukist um þrettán prósent miðað við árið í fyrra. Það er þó minni aukning en til að mynda á sölu Audi, sem hefur aukist um 62 prósent, og Mercedes Benz, sem hefur aukist um rúm hundrað prósent. Sölumenn B&L spá því að næsti lúxusbíllinn til að slá í gegn verði BMW X6. „Þessi bíll kemur ekki á söluskrá fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir það erum við þegar farin að taka niður pantanir. Það er ekki ólíklegt að þeir sem vilji skera sig úr muni velja þennan bíl. Hann er sambland af klassískum lúxusjeppa og sportbíl,“ segir Andrés. BMW X6 mun kosta á bilinu 8,5 til 14 milljónir króna. Einn vinsælustu forstjórajeppanna fyrr og síðar er Toyota Land Cruiser. Á þessu ári hafa 465 nýir jeppar af þeirri tegund selst hér á landi. Jón Óskar Halldórsson hjá Toyota á Íslandi segir það nokkru minni sölu en í fyrra. Hins vegar sé búist við sprengingu á næsta ári, þegar Land Cruiser 200 kemur til landsins. Hann er ekki enn kominn á söluskrá. Þrátt fyrir það eru um þrjú hundruð manns þegar komnir á biðlista eftir honum. Héðan og þaðan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegri“ bíla. Heildarsalan dróst saman um 2.319 bíla frá upphafi árs og fram til 19. október. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er þetta 14,9 prósenta samdráttur miðað við í fyrra. Á sama tíma hefur sala aukist á nær öllum tegundum svokallaðra lúxusbíla. Fram til 19. október höfðu nýir eigendur rúmlega fjórtán hundruð stykkja af lúxusbílum ekið út um dyr íslenskra bílaumboða. Til lúxusbíla teljast hér bílar sem kosta frá 4,5 milljónum króna að tuttugu milljónum og upp úr. Heildarfjöldi seldra bíla var 13.245 á tímabilinu. Lúxusbílar eru því hátt í ellefu prósent allra seldra bíla á þessu ári. Á þessu ári hefur mesta sprengingin orðið í sölu á Land Rover-jeppum. Sala þeirra jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Í heild hafa 254 slíkir jeppar verið seldir á árinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, sem fer með umboð Land Rover, hafa um hundrað slíkir jeppar selst það sem af er ári. Þeir kosta á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, segir að af eftirspurninni að dæma muni ekki draga úr sölu lúxusbifreiða á næstunni. „Það er ekki svo langt síðan við vorum með eitt og hálft stöðugildi í kringum sölu lúxusbifreiða. Í dag erum við með fjóra í vinnu, eingöngu við sölu Land Rover og BMW. Þessir sölumenn hafa varla við.“ B&L hefur einnig umboðið fyrir BMW. Sala á BMW, sem kostar yfir 4,5 milljónir, hefur verið góð á árinu og aukist um þrettán prósent miðað við árið í fyrra. Það er þó minni aukning en til að mynda á sölu Audi, sem hefur aukist um 62 prósent, og Mercedes Benz, sem hefur aukist um rúm hundrað prósent. Sölumenn B&L spá því að næsti lúxusbíllinn til að slá í gegn verði BMW X6. „Þessi bíll kemur ekki á söluskrá fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir það erum við þegar farin að taka niður pantanir. Það er ekki ólíklegt að þeir sem vilji skera sig úr muni velja þennan bíl. Hann er sambland af klassískum lúxusjeppa og sportbíl,“ segir Andrés. BMW X6 mun kosta á bilinu 8,5 til 14 milljónir króna. Einn vinsælustu forstjórajeppanna fyrr og síðar er Toyota Land Cruiser. Á þessu ári hafa 465 nýir jeppar af þeirri tegund selst hér á landi. Jón Óskar Halldórsson hjá Toyota á Íslandi segir það nokkru minni sölu en í fyrra. Hins vegar sé búist við sprengingu á næsta ári, þegar Land Cruiser 200 kemur til landsins. Hann er ekki enn kominn á söluskrá. Þrátt fyrir það eru um þrjú hundruð manns þegar komnir á biðlista eftir honum.
Héðan og þaðan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira