Markmiðin? Þorsteinn Pálsson skrifar 4. október 2007 00:01 Framlag talsmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra bar vott um ágæta snerpu. Hins vegar má ekki líta á þá sem eina heild. Staða hvers þeirra um sig er í eðli sínu ólík. Stjórnarflokkarnir hafa tvo þriðju hluta kjósenda á bak við sig. Þegar af þeirri ástæðu er fullkomlega óraunhæft að andstöðuflokkarnir myndi bandalag með það markmið að taka við af stjórninni. Þessi staða setur andstöðunni nokkrar skorður. Að auki eru flokkarnir málefnalega ólíkir. Á síðasta kjörtímabili höfðu stjórnarandstöðuflokkarnir raunhæfan möguleika á að ná meirihluta. Þrátt fyrir það gerðu þeir ekki formlegt bandalag þannig að kjósendur gætu valið milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það hefði þó getað verið sterkur leikur; en vitaskuld áhættusamur fyrir Samfylkinguna. Reynslan leiddi þá áhættu í ljós. Við ríkjandi aðstæður verður ekki séð að nokkur tilgangur sé í pólitísku bandalagi milli stjórnarandstöðuflokkanna. Þeir hljóta hver með sínu lagi að freista þess að reka fleyg á milli stjórnarflokkanna. Að sama skapi þarf það að gerast með lagni þannig að samstarfsdyr lokist ekki. Andstöðuflokkarnir eiga einfaldlega ekki annarra kosta völ um markmið en að opna á möguleika til samstarfs við annan hvorn stjórnarflokkanna í framtíðinni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er sterki aðilinn í andstöðunni eins og málflutningur Steingríms Sigfússonar bar vott um við stefnuumræðuna. Á síðasta kjörtímabili hélt flokkurinn sig of langt til vinstri til þess að vera fýsilegur samstarfskostur fyrir meginhluta Samfylkingarinnar. Ætli flokkurinn að opna þessa stöðu þarf hann að færa sig nær miðju en um leið að ala á óánægju í vinstra armi Samfylkingarinnar með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er ekki vafningalaus pólitísk hernaðarlist. Framsóknarflokkurinn er í sýnu meiri vanda. Hann þarf að færa sönnur á að hann hafi hlutverk og tilgang í framtíðinni. Uppreisnin gegn þeirri skynsamlegu stefnu Halldórs Ásgrímssonar að móta stefnufastan frjálslyndan flokk hefur skilið flokkinn eftir í málefnalegu uppnámi. Satt best að segja komu markmið eða keppikefli flokksins ekki skýrt fram í umræðunni. Sennilegasta ályktunin sem draga má af málflutningi framsóknarmanna í stefnuumræðunni er þó sú að þeir keppi að því að sannfæra kjósendur um að flokkurinn sé nauðsynlegt þriðja hjól undir vinstri stjórn. Vandinn er sá að kjósi þjóðin að fá vinstri stjórn eftir næstu kosningar er eins líklegt að hún telji betra að slík stjórn verði tveggja flokka. Sá möguleiki gæti hugsanlega opnast ef VG færir sig nær miðjunni. Þetta er hættan sem blasir við Framsóknarflokknum. Þó að Frjálslynda flokknum hafi tekist að fá öflugan þingmann kjörinn í Reykjavík er hann eigi að síður í þeirri stöðu á þessu kjörtímabili að þurfa að berjast fyrir framhaldslífi sínu. Umræðan sýndi að flokkurinn hefur ekki enn fundið fjöl til að standa á í þeirri baráttu. Heildarniðurstaðan er sú að tiltölulega fáliðuð stjórnarandstaða sýndi í stefnuumræðunni að hún getur haldið uppi þróttmiklum málflutningi. Innan hennar er hins vegar enn margt á huldu um framtíðar pólitísk markmið einstakra flokka. Á hinn veginn er ekki rökrétt að kalla eftir samhljómi í málflutningi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Framlag talsmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra bar vott um ágæta snerpu. Hins vegar má ekki líta á þá sem eina heild. Staða hvers þeirra um sig er í eðli sínu ólík. Stjórnarflokkarnir hafa tvo þriðju hluta kjósenda á bak við sig. Þegar af þeirri ástæðu er fullkomlega óraunhæft að andstöðuflokkarnir myndi bandalag með það markmið að taka við af stjórninni. Þessi staða setur andstöðunni nokkrar skorður. Að auki eru flokkarnir málefnalega ólíkir. Á síðasta kjörtímabili höfðu stjórnarandstöðuflokkarnir raunhæfan möguleika á að ná meirihluta. Þrátt fyrir það gerðu þeir ekki formlegt bandalag þannig að kjósendur gætu valið milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það hefði þó getað verið sterkur leikur; en vitaskuld áhættusamur fyrir Samfylkinguna. Reynslan leiddi þá áhættu í ljós. Við ríkjandi aðstæður verður ekki séð að nokkur tilgangur sé í pólitísku bandalagi milli stjórnarandstöðuflokkanna. Þeir hljóta hver með sínu lagi að freista þess að reka fleyg á milli stjórnarflokkanna. Að sama skapi þarf það að gerast með lagni þannig að samstarfsdyr lokist ekki. Andstöðuflokkarnir eiga einfaldlega ekki annarra kosta völ um markmið en að opna á möguleika til samstarfs við annan hvorn stjórnarflokkanna í framtíðinni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er sterki aðilinn í andstöðunni eins og málflutningur Steingríms Sigfússonar bar vott um við stefnuumræðuna. Á síðasta kjörtímabili hélt flokkurinn sig of langt til vinstri til þess að vera fýsilegur samstarfskostur fyrir meginhluta Samfylkingarinnar. Ætli flokkurinn að opna þessa stöðu þarf hann að færa sig nær miðju en um leið að ala á óánægju í vinstra armi Samfylkingarinnar með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er ekki vafningalaus pólitísk hernaðarlist. Framsóknarflokkurinn er í sýnu meiri vanda. Hann þarf að færa sönnur á að hann hafi hlutverk og tilgang í framtíðinni. Uppreisnin gegn þeirri skynsamlegu stefnu Halldórs Ásgrímssonar að móta stefnufastan frjálslyndan flokk hefur skilið flokkinn eftir í málefnalegu uppnámi. Satt best að segja komu markmið eða keppikefli flokksins ekki skýrt fram í umræðunni. Sennilegasta ályktunin sem draga má af málflutningi framsóknarmanna í stefnuumræðunni er þó sú að þeir keppi að því að sannfæra kjósendur um að flokkurinn sé nauðsynlegt þriðja hjól undir vinstri stjórn. Vandinn er sá að kjósi þjóðin að fá vinstri stjórn eftir næstu kosningar er eins líklegt að hún telji betra að slík stjórn verði tveggja flokka. Sá möguleiki gæti hugsanlega opnast ef VG færir sig nær miðjunni. Þetta er hættan sem blasir við Framsóknarflokknum. Þó að Frjálslynda flokknum hafi tekist að fá öflugan þingmann kjörinn í Reykjavík er hann eigi að síður í þeirri stöðu á þessu kjörtímabili að þurfa að berjast fyrir framhaldslífi sínu. Umræðan sýndi að flokkurinn hefur ekki enn fundið fjöl til að standa á í þeirri baráttu. Heildarniðurstaðan er sú að tiltölulega fáliðuð stjórnarandstaða sýndi í stefnuumræðunni að hún getur haldið uppi þróttmiklum málflutningi. Innan hennar er hins vegar enn margt á huldu um framtíðar pólitísk markmið einstakra flokka. Á hinn veginn er ekki rökrétt að kalla eftir samhljómi í málflutningi þeirra.