Skýrslutökur yfir einum sakborninga ekki hafnar 26. september 2007 00:01 Lögreglumenn sjást hér koma með einn þeirra, sem voru handteknir eftir að smyglið kom upp, í héraðsdóm. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki er búið að taka ákvörðun um það ennþá hvort Íslendingurinn sem er í haldi lögreglunnar í Færeyjum verði framseldur hingað til lands, í tengslum við rannsókn lögreglu á Pólstjörnumálinu svokallaða. „Það fara menn frá okkur til Færeyja til þess að vinna við skýrslutökur og eftir það verður tekin ákvörðun um hvað sé best að gera. Meira get ég ekki sagt um þetta að svo stöddu," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær. Málið hófst á fimmtudaginn þegar rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum; 1.800 e-töflur, fjórtán kíló af e-töfludufti og 45 kíló af amfetamíndufti, voru gerð upptæk í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Rannsókn lögreglu hér á landi og erlendis hafði þá staðið yfir síðan í fyrra. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, voru handteknir um borð í skútunni en Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, voru handteknir á heimilum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Þessir fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október líkt og Íslendingurinn í Færeyjum, sem handtekinn var með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði Guðbjarni með öllu að tjá sig þegar lögreglan ætlaði að taka skýrslu af honum á laugardag þar sem Brynjar Níelsson, lögmaður hans, var ekki á landinu. Grunur leikur á því að skútan Lucky Day, sem lá við bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn frá því í september 2005 til vors 2006, hafi verið notuð til fíkniefnasmygls. Ólíklegt er að það upplýsist.Lögreglan hefur undanfarna daga yfirheyrt Bjarna Hrafnkelsson, sem grunaður er um að hafa skipulagt og fjármagnað fíkniefnakaupin, auk þess að hafa pakkað efnunum erlendis fyrir flutninginn hingað. Þá hafa yfirheyrslur yfir öðrum sem eru í haldi, meðal annars Einari Jökli Einarssyni, staðið yfir undanfarna daga en lögreglan verst allra frekari frétta af rannsókn málsins. Eins og áður hefur verið greint frá neita bæði Bjarni og Einar Jökull sök. Lögreglan hefur til þessa varist allra frétta af því hvaða þætti málsins þýsk og hollensk lögregluyfirvöld hafa verið að rannsaka með íslenskum lögreglumönnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er efnið sem flutt var hingað til lands talið vera upprunnið, það er keypt, í þessum tveimur löndum. Pólstjörnumálið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ekki er búið að taka ákvörðun um það ennþá hvort Íslendingurinn sem er í haldi lögreglunnar í Færeyjum verði framseldur hingað til lands, í tengslum við rannsókn lögreglu á Pólstjörnumálinu svokallaða. „Það fara menn frá okkur til Færeyja til þess að vinna við skýrslutökur og eftir það verður tekin ákvörðun um hvað sé best að gera. Meira get ég ekki sagt um þetta að svo stöddu," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær. Málið hófst á fimmtudaginn þegar rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum; 1.800 e-töflur, fjórtán kíló af e-töfludufti og 45 kíló af amfetamíndufti, voru gerð upptæk í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Rannsókn lögreglu hér á landi og erlendis hafði þá staðið yfir síðan í fyrra. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, voru handteknir um borð í skútunni en Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, voru handteknir á heimilum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Þessir fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október líkt og Íslendingurinn í Færeyjum, sem handtekinn var með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði Guðbjarni með öllu að tjá sig þegar lögreglan ætlaði að taka skýrslu af honum á laugardag þar sem Brynjar Níelsson, lögmaður hans, var ekki á landinu. Grunur leikur á því að skútan Lucky Day, sem lá við bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn frá því í september 2005 til vors 2006, hafi verið notuð til fíkniefnasmygls. Ólíklegt er að það upplýsist.Lögreglan hefur undanfarna daga yfirheyrt Bjarna Hrafnkelsson, sem grunaður er um að hafa skipulagt og fjármagnað fíkniefnakaupin, auk þess að hafa pakkað efnunum erlendis fyrir flutninginn hingað. Þá hafa yfirheyrslur yfir öðrum sem eru í haldi, meðal annars Einari Jökli Einarssyni, staðið yfir undanfarna daga en lögreglan verst allra frekari frétta af rannsókn málsins. Eins og áður hefur verið greint frá neita bæði Bjarni og Einar Jökull sök. Lögreglan hefur til þessa varist allra frétta af því hvaða þætti málsins þýsk og hollensk lögregluyfirvöld hafa verið að rannsaka með íslenskum lögreglumönnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er efnið sem flutt var hingað til lands talið vera upprunnið, það er keypt, í þessum tveimur löndum.
Pólstjörnumálið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira