Skýrslutökur yfir einum sakborninga ekki hafnar 26. september 2007 00:01 Lögreglumenn sjást hér koma með einn þeirra, sem voru handteknir eftir að smyglið kom upp, í héraðsdóm. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki er búið að taka ákvörðun um það ennþá hvort Íslendingurinn sem er í haldi lögreglunnar í Færeyjum verði framseldur hingað til lands, í tengslum við rannsókn lögreglu á Pólstjörnumálinu svokallaða. „Það fara menn frá okkur til Færeyja til þess að vinna við skýrslutökur og eftir það verður tekin ákvörðun um hvað sé best að gera. Meira get ég ekki sagt um þetta að svo stöddu," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær. Málið hófst á fimmtudaginn þegar rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum; 1.800 e-töflur, fjórtán kíló af e-töfludufti og 45 kíló af amfetamíndufti, voru gerð upptæk í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Rannsókn lögreglu hér á landi og erlendis hafði þá staðið yfir síðan í fyrra. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, voru handteknir um borð í skútunni en Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, voru handteknir á heimilum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Þessir fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október líkt og Íslendingurinn í Færeyjum, sem handtekinn var með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði Guðbjarni með öllu að tjá sig þegar lögreglan ætlaði að taka skýrslu af honum á laugardag þar sem Brynjar Níelsson, lögmaður hans, var ekki á landinu. Grunur leikur á því að skútan Lucky Day, sem lá við bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn frá því í september 2005 til vors 2006, hafi verið notuð til fíkniefnasmygls. Ólíklegt er að það upplýsist.Lögreglan hefur undanfarna daga yfirheyrt Bjarna Hrafnkelsson, sem grunaður er um að hafa skipulagt og fjármagnað fíkniefnakaupin, auk þess að hafa pakkað efnunum erlendis fyrir flutninginn hingað. Þá hafa yfirheyrslur yfir öðrum sem eru í haldi, meðal annars Einari Jökli Einarssyni, staðið yfir undanfarna daga en lögreglan verst allra frekari frétta af rannsókn málsins. Eins og áður hefur verið greint frá neita bæði Bjarni og Einar Jökull sök. Lögreglan hefur til þessa varist allra frétta af því hvaða þætti málsins þýsk og hollensk lögregluyfirvöld hafa verið að rannsaka með íslenskum lögreglumönnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er efnið sem flutt var hingað til lands talið vera upprunnið, það er keypt, í þessum tveimur löndum. Pólstjörnumálið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Ekki er búið að taka ákvörðun um það ennþá hvort Íslendingurinn sem er í haldi lögreglunnar í Færeyjum verði framseldur hingað til lands, í tengslum við rannsókn lögreglu á Pólstjörnumálinu svokallaða. „Það fara menn frá okkur til Færeyja til þess að vinna við skýrslutökur og eftir það verður tekin ákvörðun um hvað sé best að gera. Meira get ég ekki sagt um þetta að svo stöddu," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær. Málið hófst á fimmtudaginn þegar rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum; 1.800 e-töflur, fjórtán kíló af e-töfludufti og 45 kíló af amfetamíndufti, voru gerð upptæk í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Rannsókn lögreglu hér á landi og erlendis hafði þá staðið yfir síðan í fyrra. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, voru handteknir um borð í skútunni en Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, voru handteknir á heimilum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Þessir fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október líkt og Íslendingurinn í Færeyjum, sem handtekinn var með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði Guðbjarni með öllu að tjá sig þegar lögreglan ætlaði að taka skýrslu af honum á laugardag þar sem Brynjar Níelsson, lögmaður hans, var ekki á landinu. Grunur leikur á því að skútan Lucky Day, sem lá við bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn frá því í september 2005 til vors 2006, hafi verið notuð til fíkniefnasmygls. Ólíklegt er að það upplýsist.Lögreglan hefur undanfarna daga yfirheyrt Bjarna Hrafnkelsson, sem grunaður er um að hafa skipulagt og fjármagnað fíkniefnakaupin, auk þess að hafa pakkað efnunum erlendis fyrir flutninginn hingað. Þá hafa yfirheyrslur yfir öðrum sem eru í haldi, meðal annars Einari Jökli Einarssyni, staðið yfir undanfarna daga en lögreglan verst allra frekari frétta af rannsókn málsins. Eins og áður hefur verið greint frá neita bæði Bjarni og Einar Jökull sök. Lögreglan hefur til þessa varist allra frétta af því hvaða þætti málsins þýsk og hollensk lögregluyfirvöld hafa verið að rannsaka með íslenskum lögreglumönnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er efnið sem flutt var hingað til lands talið vera upprunnið, það er keypt, í þessum tveimur löndum.
Pólstjörnumálið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira