Samvinna lykill að árangri Björgvin Guðmundsson skrifar 22. september 2007 00:01 Fíkniefnafundur lögreglunnar á Fáskrúðsfirði í fyrradag er mikilvægur í baráttunni gegn skipulögðu smygli á eiturlyfjum til Íslands. Haft var eftir Max-Peter Ratzel, forstjóra löggæslustofnunar Evrópusambandsins, Europol, í fréttatilkynningu að það væri afar jákvætt að sjá eina af smyglleiðunum til Íslands upprætta. Bæði hann og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hafa lagt áherslu á að traust samvinna milli lögregluliða innan og utan Evrópusambandsins hafi leitt til þess að aðgerðin heppnaðist. Liður í þeim árangri er tvímælalaust að íslenskur lögreglumaður var sendur til starfa hjá Europol og sér um samskipti stofnunarinnar við íslensk yfirvöld. Aldrei áður hefur verið lagt hald á nálægt því jafnmikið magn örvandi fíkniefna í einu. Aðferðin sem notuð var til smyglsins er líka nýstárleg, sé tekið mið af fréttum af stórum fíkniefnamálum sem upp hafa komið síðustu ár. Við það vakna spurningar um hvernig fylgst er með siglingaleiðum til og frá landinu. Það eftirlit er á herðum Landhelgisgæslunnar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri stofnunarinnar, leggur áherslu á að setja þurfi upp eftirlitskerfi meðfram ströndum landsins svo að hægt sé að fylgjast með sjófarendum. Það sé mikilvægur hluti af öryggi sjófarenda og ekki síður til að fylgjast með fleyjum sem ekki tilkynna um ferðir sínar. Þetta eftirlit hlýtur að vera jafn mikilvægt og eftirlit með flugi til og frá landinu. Samvinna löggæsluyfirvalda á Íslandi og í Evrópu er nauðsynleg til að árangur náist í baráttunni gegn smygli á fíkniefnum til Íslands. Áhersla lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á góða samvinnu stofnana á Íslandi er eftirtektarverð. Endurskipulagning lögregluliðsins, meðal annars stofnun embættis lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, virðist vera að skila árangri. Góð samskipti löggæsluyfirvalda innanlands og við erlendar stofnanir er lykillinn að árangri. Fundurinn á Fáskrúðsfirði er dæmi um það. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarið ár lagt áherslu á eflingu lögreglu, Landhelgisgæslu og tollgæslu. Í því sambandi er mikilvægt að almenningur átti sig á mikilvægi og hlutverki þessara embætta. Því er öll upplýsingagjöf um störf þessara stofnana nauðsynleg. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, áttar sig á því og hefur verið duglegur að kynna störf lögreglunnar á vettvangi. Forsvarsmenn annarra löggæslustofnana ríkisins mættu taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Fíkniefnafundur lögreglunnar á Fáskrúðsfirði í fyrradag er mikilvægur í baráttunni gegn skipulögðu smygli á eiturlyfjum til Íslands. Haft var eftir Max-Peter Ratzel, forstjóra löggæslustofnunar Evrópusambandsins, Europol, í fréttatilkynningu að það væri afar jákvætt að sjá eina af smyglleiðunum til Íslands upprætta. Bæði hann og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hafa lagt áherslu á að traust samvinna milli lögregluliða innan og utan Evrópusambandsins hafi leitt til þess að aðgerðin heppnaðist. Liður í þeim árangri er tvímælalaust að íslenskur lögreglumaður var sendur til starfa hjá Europol og sér um samskipti stofnunarinnar við íslensk yfirvöld. Aldrei áður hefur verið lagt hald á nálægt því jafnmikið magn örvandi fíkniefna í einu. Aðferðin sem notuð var til smyglsins er líka nýstárleg, sé tekið mið af fréttum af stórum fíkniefnamálum sem upp hafa komið síðustu ár. Við það vakna spurningar um hvernig fylgst er með siglingaleiðum til og frá landinu. Það eftirlit er á herðum Landhelgisgæslunnar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri stofnunarinnar, leggur áherslu á að setja þurfi upp eftirlitskerfi meðfram ströndum landsins svo að hægt sé að fylgjast með sjófarendum. Það sé mikilvægur hluti af öryggi sjófarenda og ekki síður til að fylgjast með fleyjum sem ekki tilkynna um ferðir sínar. Þetta eftirlit hlýtur að vera jafn mikilvægt og eftirlit með flugi til og frá landinu. Samvinna löggæsluyfirvalda á Íslandi og í Evrópu er nauðsynleg til að árangur náist í baráttunni gegn smygli á fíkniefnum til Íslands. Áhersla lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á góða samvinnu stofnana á Íslandi er eftirtektarverð. Endurskipulagning lögregluliðsins, meðal annars stofnun embættis lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, virðist vera að skila árangri. Góð samskipti löggæsluyfirvalda innanlands og við erlendar stofnanir er lykillinn að árangri. Fundurinn á Fáskrúðsfirði er dæmi um það. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarið ár lagt áherslu á eflingu lögreglu, Landhelgisgæslu og tollgæslu. Í því sambandi er mikilvægt að almenningur átti sig á mikilvægi og hlutverki þessara embætta. Því er öll upplýsingagjöf um störf þessara stofnana nauðsynleg. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, áttar sig á því og hefur verið duglegur að kynna störf lögreglunnar á vettvangi. Forsvarsmenn annarra löggæslustofnana ríkisins mættu taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun