Bankar í krísu 12. september 2007 00:01 Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármálafyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skuldatryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamarkaði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármálamarkaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörumFortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vikunni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýrum vörum sem ekki er á allra færi að koma höndum yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn áratug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og verslanir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir" einstaklingar hafa í auknum mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferðataska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna. Héðan og þaðan Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármálafyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skuldatryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamarkaði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármálamarkaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörumFortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vikunni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýrum vörum sem ekki er á allra færi að koma höndum yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn áratug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og verslanir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir" einstaklingar hafa í auknum mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferðataska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna.
Héðan og þaðan Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira