Kaflaskil í gæðamálum Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar 2. september 2007 06:00 Fyrir helgi voru birtar tölur um að árleg útgjöld til menntamála hafa aukist um 15 milljarða króna á síðustu níu árum, með tilliti til verðlagsbreytinga. Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna, sem jafngildir 95% aukningu. Þau fara úr 9,6 milljörðum kr. árið 1998 í 18,8 milljarða í ár. Síðasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast. Einnig hefur námsframboð á háskólastigi margfaldast, ekki síst framhaldsnám. Sumarið 2006 voru ný rammalög um háskóla samþykkt frá Alþingi. Í þeim lögum var brugðist við þessari þróun og áhersla lögð á gæði íslensks háskólastarfs. Gæðamál verða mikilvægasta verkefni háskólakerfisins á næstu árum. Forsenda framfara hér á landi á næstu áratugum er að menntun og rannsóknir séu í hæsta gæðaflokki og standist fyllilega allan samanburð. Ný háskólalög leggja grunn að gæðakerfi sem meðal annars felur í sér viðurkenningu menntamálaráðherra á háskólum, viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Ég hef í þessu ferli öllu lagt áherslu á að gera þyrfti ítarlegri kröfur til íslenskra háskóla frá því sem áður var. Því var ákveðið að allir háskólar, burtséð frá rekstrarformi eða stærð, þyrftu að sækja um viðurkenningu til stjórnvalda á þeim fræðasviðum sem þeir hygðust starfa á. Slík viðurkenning felur í sér að menntamálaráðuneyti vottar að viðkomandi háskóli uppfylli þær kröfur sem ráðuneytið gerir til hans á grundvelli laga um háskóla. Í samvinnu háskóla og menntamálaráðuneytis hafa einnig verið þróuð viðmið um æðri menntun og prófgráður. Þar eru skilgreind þau atriði sem nemendur skulu hafa tileinkað sér þegar prófgráða er veitt. Þau byggja á viðmiðum sem gefin voru út í tengslum við Bologna-ferlið og gerir íslenskum háskólum kleift að laga sig enn frekar að sameiginlegu evrópsku háskólasvæði. Til að háskólar öðlist viðurkenningu þurfa þeir að hafa lagað nám sitt að viðmiðunum og birta yfirlit yfir afrakstur þess náms sem prófgráður þeirra veita. Viðurkenning háskóla tengir saman viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu á skilvirkan máta. Tvíþætt gæðaeftirlitEftirlit með gæðum kennslu og rannsókna verður tvíþætt. Ytra eftirlit með kennslu og rannsóknum skal beinast að því að ganga úr skugga um hvort forsendur viðurkenningar séu enn til staðar. Hins vegar verður það leiðbeinandi fyrir skólana um hvernig megi bæta kennslu og rannsóknir. Menntamálaráðuneyti hefur unnið að skipulagi viðurkenningarferlisins. Rík áhersla er lögð á að tryggja trúverðugleika ferlisins og á að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Viðurkenningar háskóla miðast við fræðasvið og undirflokka þeirra út frá Frascati- staðli OECD. Fræðasviðin eru náttúruvísindi, hugvísindi, verk- og tæknivísindi, heilsuvísindi, bú- og auðlindavísindi og félagsvísindi. Þá verða listir flokkaðar sem sérstakt fræðasvið. Í fyrstu lotu voru tekin fyrir fræðasviðin náttúruvísindi, hugvísindi og verk- og tæknivísindi ásamt listum. Skipaðar voru sjö nefndir erlendra sérfræðinga og leitast eftir að fá til verksins færustu einstaklinga sem völ er á. Gerðar voru kröfur um að viðkomandi sérfræðingar hefðu reynslu af viðurkenningum og gæðastarfi á háskólastigi ásamt viðtækri reynslu af stjórnun háskólastofnana ásamt prófesorshæfi innan fræðasviðs. Vel gekk að fá reynda háskólamenn til að taka að sér þetta verk en þeir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Frelsi til þróunar Afraksturinn liggur nú fyrir og öðlast háskólar fyrstu viðurkenningarnar á fyrrnefndum fræðasviðum við athöfn í Listasafni Íslands á morgun. Með viðurkenningunni hljóta háskólarnir aukið frelsi til að þróa og styrkja starfsemi sína á þeim fræðasviðum og undirflokkum þeirra sem viðurkenningin nær til, meðal annars frelsi til að móta nýjar námsleiðir á bakkalár- og meistarastigi. Þá verða jafnframt gerðar opinberar niðurstöður sérfræðinganefndanna og viðbrögð háskólanna við þeim. Í þeim kemur fram athyglisverð innsýn í starf íslensku háskólanna. Þær staðfesta hversu sterkt þeir háskólar sem teknir voru til umfjöllunar standa sem kennsluog rannsóknastofnanir. Viðurkenning er hins vegar einungis fyrsta skrefið í því gæðastarfi sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Fyrir helgi voru birtar tölur um að árleg útgjöld til menntamála hafa aukist um 15 milljarða króna á síðustu níu árum, með tilliti til verðlagsbreytinga. Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna, sem jafngildir 95% aukningu. Þau fara úr 9,6 milljörðum kr. árið 1998 í 18,8 milljarða í ár. Síðasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast. Einnig hefur námsframboð á háskólastigi margfaldast, ekki síst framhaldsnám. Sumarið 2006 voru ný rammalög um háskóla samþykkt frá Alþingi. Í þeim lögum var brugðist við þessari þróun og áhersla lögð á gæði íslensks háskólastarfs. Gæðamál verða mikilvægasta verkefni háskólakerfisins á næstu árum. Forsenda framfara hér á landi á næstu áratugum er að menntun og rannsóknir séu í hæsta gæðaflokki og standist fyllilega allan samanburð. Ný háskólalög leggja grunn að gæðakerfi sem meðal annars felur í sér viðurkenningu menntamálaráðherra á háskólum, viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Ég hef í þessu ferli öllu lagt áherslu á að gera þyrfti ítarlegri kröfur til íslenskra háskóla frá því sem áður var. Því var ákveðið að allir háskólar, burtséð frá rekstrarformi eða stærð, þyrftu að sækja um viðurkenningu til stjórnvalda á þeim fræðasviðum sem þeir hygðust starfa á. Slík viðurkenning felur í sér að menntamálaráðuneyti vottar að viðkomandi háskóli uppfylli þær kröfur sem ráðuneytið gerir til hans á grundvelli laga um háskóla. Í samvinnu háskóla og menntamálaráðuneytis hafa einnig verið þróuð viðmið um æðri menntun og prófgráður. Þar eru skilgreind þau atriði sem nemendur skulu hafa tileinkað sér þegar prófgráða er veitt. Þau byggja á viðmiðum sem gefin voru út í tengslum við Bologna-ferlið og gerir íslenskum háskólum kleift að laga sig enn frekar að sameiginlegu evrópsku háskólasvæði. Til að háskólar öðlist viðurkenningu þurfa þeir að hafa lagað nám sitt að viðmiðunum og birta yfirlit yfir afrakstur þess náms sem prófgráður þeirra veita. Viðurkenning háskóla tengir saman viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu á skilvirkan máta. Tvíþætt gæðaeftirlitEftirlit með gæðum kennslu og rannsókna verður tvíþætt. Ytra eftirlit með kennslu og rannsóknum skal beinast að því að ganga úr skugga um hvort forsendur viðurkenningar séu enn til staðar. Hins vegar verður það leiðbeinandi fyrir skólana um hvernig megi bæta kennslu og rannsóknir. Menntamálaráðuneyti hefur unnið að skipulagi viðurkenningarferlisins. Rík áhersla er lögð á að tryggja trúverðugleika ferlisins og á að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Viðurkenningar háskóla miðast við fræðasvið og undirflokka þeirra út frá Frascati- staðli OECD. Fræðasviðin eru náttúruvísindi, hugvísindi, verk- og tæknivísindi, heilsuvísindi, bú- og auðlindavísindi og félagsvísindi. Þá verða listir flokkaðar sem sérstakt fræðasvið. Í fyrstu lotu voru tekin fyrir fræðasviðin náttúruvísindi, hugvísindi og verk- og tæknivísindi ásamt listum. Skipaðar voru sjö nefndir erlendra sérfræðinga og leitast eftir að fá til verksins færustu einstaklinga sem völ er á. Gerðar voru kröfur um að viðkomandi sérfræðingar hefðu reynslu af viðurkenningum og gæðastarfi á háskólastigi ásamt viðtækri reynslu af stjórnun háskólastofnana ásamt prófesorshæfi innan fræðasviðs. Vel gekk að fá reynda háskólamenn til að taka að sér þetta verk en þeir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Frelsi til þróunar Afraksturinn liggur nú fyrir og öðlast háskólar fyrstu viðurkenningarnar á fyrrnefndum fræðasviðum við athöfn í Listasafni Íslands á morgun. Með viðurkenningunni hljóta háskólarnir aukið frelsi til að þróa og styrkja starfsemi sína á þeim fræðasviðum og undirflokkum þeirra sem viðurkenningin nær til, meðal annars frelsi til að móta nýjar námsleiðir á bakkalár- og meistarastigi. Þá verða jafnframt gerðar opinberar niðurstöður sérfræðinganefndanna og viðbrögð háskólanna við þeim. Í þeim kemur fram athyglisverð innsýn í starf íslensku háskólanna. Þær staðfesta hversu sterkt þeir háskólar sem teknir voru til umfjöllunar standa sem kennsluog rannsóknastofnanir. Viðurkenning er hins vegar einungis fyrsta skrefið í því gæðastarfi sem framundan er.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar