Fasteignatoppinum náð 22. ágúst 2007 00:01 Telegraph | Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins. Þetta er reyndar engin nýlunda á þessum tíma árs því fyrir nákvæmlega ári lækkaði verðið um 1,5 prósent á milli mánaða. Blaðið hefur eftir einum fasteignasala að jafn fáar fasteignir hafi ekki verið til sölu á árinu og virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi náð hámarki. Fasteignasalinn segir stýrivaxtahækkanir Englandsbanka hafa gert fólki í fasteignahugleiðingum afhuga því að skella sér í skuldafen, sérstaklega þegar kemur að kaupum á rándýrum svæðum svo sem á Lundúnasvæðinu. Menn leggja reyndar mismunandi merkingu í orðið „samdráttur" en fasteignaverð í Lundúnum hefur rokið upp síðustu ár, þar af um 25 prósent frá sama tíma fyrir ári. Óvissa um þróun markaða Economist | Spár um gengi hlutabréfa eru jafn öruggur leikur og að láta húðflúra nafn kærustunnar á upphandlegginn. Svona grípur greinarhöfundur breska vikuritsins Economist til orða um hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Höfundurinn segir ómögulegt að segja til um hvað muni gerast næstu daga á hlutabréfamörkuðum. Hann segir aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem lækkaði daglánavexti banka um 50 punkta á föstudag, gott skref sem hafi komið sér afar vel enda þýði slíkt að álagið á fjármálastofnanir léttist til muna. Brúnin á fjárfestum léttist í leiðinni en það sýndi sig í hækkun undir lok síðustu viku og í byrjun þessarar viku. Mikilvægt sé hins vegar að jafnvægi komist á markaðina áður en hægt verði að spá fyrir um framhaldið, að mati Economist, sem bætir við að haldi hræringarnar áfram í vikunni muni það draga úr líkunum á að spenna á fjármálamarkaði dvíni í bráð. Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Telegraph | Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins. Þetta er reyndar engin nýlunda á þessum tíma árs því fyrir nákvæmlega ári lækkaði verðið um 1,5 prósent á milli mánaða. Blaðið hefur eftir einum fasteignasala að jafn fáar fasteignir hafi ekki verið til sölu á árinu og virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi náð hámarki. Fasteignasalinn segir stýrivaxtahækkanir Englandsbanka hafa gert fólki í fasteignahugleiðingum afhuga því að skella sér í skuldafen, sérstaklega þegar kemur að kaupum á rándýrum svæðum svo sem á Lundúnasvæðinu. Menn leggja reyndar mismunandi merkingu í orðið „samdráttur" en fasteignaverð í Lundúnum hefur rokið upp síðustu ár, þar af um 25 prósent frá sama tíma fyrir ári. Óvissa um þróun markaða Economist | Spár um gengi hlutabréfa eru jafn öruggur leikur og að láta húðflúra nafn kærustunnar á upphandlegginn. Svona grípur greinarhöfundur breska vikuritsins Economist til orða um hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Höfundurinn segir ómögulegt að segja til um hvað muni gerast næstu daga á hlutabréfamörkuðum. Hann segir aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem lækkaði daglánavexti banka um 50 punkta á föstudag, gott skref sem hafi komið sér afar vel enda þýði slíkt að álagið á fjármálastofnanir léttist til muna. Brúnin á fjárfestum léttist í leiðinni en það sýndi sig í hækkun undir lok síðustu viku og í byrjun þessarar viku. Mikilvægt sé hins vegar að jafnvægi komist á markaðina áður en hægt verði að spá fyrir um framhaldið, að mati Economist, sem bætir við að haldi hræringarnar áfram í vikunni muni það draga úr líkunum á að spenna á fjármálamarkaði dvíni í bráð.
Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira