Þegar Einar Oddur er allur 21. júlí 2007 07:30 Við heilsuðumst kurteislega og kankvíslega í vor, þegar sumarþingið tók til starfa. Það var alltaf blik í augunum á honum Einari Oddi, prakkaraskapur, glettni. Bros. Við höfum sosum vitað hvor af öðrum í gegnum tíðina og mér fannst alltaf nokkuð til þess, að hann gaf mér auga, var vinsamlegur og skrafhreyfinn þegar við hittumst, ekki síst vegna þess að þessi maður hafði skráð nafn sitt í söguna fyrir löngu. Var sjálfur bjargvætturinn, nafngift sem fór honum vel og verðskulduð. Það var ekkert annað en afrek, sem þeir unnu Guðmundur joð og Ásmundur og fleiri góðir menn með Einar Oddi, þegar þeir sömdu um þjóðarsáttina forðum. Auðvitað með aðstoð ríkisstjórnarinnar og annarra skynsamra manna. En þetta var hans verk og fyrir það eigum við þessum manni mikla skuld að gjalda. Unga kynslóðin man ekki lengur þá tíð þegar verðbólgan flæddi yfir laun, verðlag, útgjöld og skuldir í einum samhangandi vítahring. Það var svo sannarlega kominn tími til að kveða hann niður, þennan draug, óðaverðbólguna, sem þjóðin hafði slegist við svo lengi og sligað allt þjóðarbúið, atvinnufyrirtækin og launþega þessa lands. Þetta gengur barasta ekki lengur, eins og Einar Oddur var vanur að segja. Og þeim tókst það, Einari og öllum hinum bjargvættunum að ná sátt um atlögu, sem var upphafið að þeirri gósentíð, sem við höfum lifað síðan.Fulltrúi grasrótarinnarAf hverju skildi Einari Oddi hafa tekist þetta, nema vegna þess að hann var niður á jörðinni, hann átti rætur í atvinnulífinu og sá lífsbaráttuna með öðruvísi gleraugum en mennirnir sem voru klossfastir í pólitískum skylmingum. Hann kom úr annarri átt. Að vestan. Þar sem lífið er saltfiskur. Ég held að gæfa Einars Odds hafi verið sú að komast ekki til áhrifa og valda, fyrr en hann var fullþroskaður maður. Ekki eins og svo margir aðrir sem alast upp í pólitískum heimi og setjast óharðnaðir á þing, án nokkurrar lífsreynslu.Hann bar lífsreynsluna utan á sér, hann Einar Oddur.Já þegar við hittumst og heilsuðumst í vor, var hann kumpánlegur, kallinn. Kannski líka af því að við vorum allt í einu orðnir samherjar í ríkisstjórn. Hann var ekki maður sem gerði upp á milli fólks, eftir því hvar það situr í flokki. Hann talaði eins við alla, lét þá heyra hvað hann vildi og meinti og lá aldrei á skoðunum sínum. Jafnvel þótt þær væru stundum á skjön við allt og alla. Mér þykir vænt um svona tegund af mönnum. Einar var fulltrúi þeirra, fulltrúi grasrótarinnar í þjóðfélaginu og þótt hann færi ekki alfaraleið og léti ekki alltaf að stjórn, þá var gaman að hlusta á hann af því að hann talaði mannamál og alltaf viss í sinni sök. Rembingslaust. Með allt sitt á hreinu.Góður drengurNú er hann farinn, þessi maður. Upp úr þurru. Á miðju sumri. Á sínum heimaslóðum. Einn tveir og þrír. Þetta er flottur dauðdagi hugsar maður. Á fjöllum uppi, í fallegu veðri. Án þess að gera boð á undan sér. Kannski var það honum líkt.En Einar var yngri maður en ég og átti mikið eftir og fráfall hans er áminning um að lífið er ekki eilíft og ekki eitthvað sem maður getur gengið að. Hvenær kemur röðin að manni sjálfum? Það styttist að minnsta kosti í það.Þetta er ekki minningargrein, þetta er ekki grátstafur yfir manni sem ég þekkti náið. En Einar Oddur var maður sem við öll þekktum, þjóðfrægur og annálaður fyrir það sem hann var. Við áttum hann öll í þjóðarvitundinni og þegar slíkur maður fellur frá þá er það þjóðarbrestur. Það er mikill sjónarsviptir að honum á Alþingi og í þjóðfélaginu öllu. Við áttum hann öll, líka við hin sem erum í öðrum flokkum vegna þess að sameiginlega erum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að létta undir með fólki, með landi og lýð og skila betra búi en við tókum við. Í þeirri baráttu, í þeirri viðleitni, lét Einar Oddur aldrei deigan síga. Hann stóð keikur fyrir stafni. En kynni mín af þessum þjóðfræga manni voru þau, að hann var ekki einasta skörungur í sjón og raun, heldur einlæg og tilfinningarík manneskja. Góður drengur. Betri lýsingu kann ég ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Við heilsuðumst kurteislega og kankvíslega í vor, þegar sumarþingið tók til starfa. Það var alltaf blik í augunum á honum Einari Oddi, prakkaraskapur, glettni. Bros. Við höfum sosum vitað hvor af öðrum í gegnum tíðina og mér fannst alltaf nokkuð til þess, að hann gaf mér auga, var vinsamlegur og skrafhreyfinn þegar við hittumst, ekki síst vegna þess að þessi maður hafði skráð nafn sitt í söguna fyrir löngu. Var sjálfur bjargvætturinn, nafngift sem fór honum vel og verðskulduð. Það var ekkert annað en afrek, sem þeir unnu Guðmundur joð og Ásmundur og fleiri góðir menn með Einar Oddi, þegar þeir sömdu um þjóðarsáttina forðum. Auðvitað með aðstoð ríkisstjórnarinnar og annarra skynsamra manna. En þetta var hans verk og fyrir það eigum við þessum manni mikla skuld að gjalda. Unga kynslóðin man ekki lengur þá tíð þegar verðbólgan flæddi yfir laun, verðlag, útgjöld og skuldir í einum samhangandi vítahring. Það var svo sannarlega kominn tími til að kveða hann niður, þennan draug, óðaverðbólguna, sem þjóðin hafði slegist við svo lengi og sligað allt þjóðarbúið, atvinnufyrirtækin og launþega þessa lands. Þetta gengur barasta ekki lengur, eins og Einar Oddur var vanur að segja. Og þeim tókst það, Einari og öllum hinum bjargvættunum að ná sátt um atlögu, sem var upphafið að þeirri gósentíð, sem við höfum lifað síðan.Fulltrúi grasrótarinnarAf hverju skildi Einari Oddi hafa tekist þetta, nema vegna þess að hann var niður á jörðinni, hann átti rætur í atvinnulífinu og sá lífsbaráttuna með öðruvísi gleraugum en mennirnir sem voru klossfastir í pólitískum skylmingum. Hann kom úr annarri átt. Að vestan. Þar sem lífið er saltfiskur. Ég held að gæfa Einars Odds hafi verið sú að komast ekki til áhrifa og valda, fyrr en hann var fullþroskaður maður. Ekki eins og svo margir aðrir sem alast upp í pólitískum heimi og setjast óharðnaðir á þing, án nokkurrar lífsreynslu.Hann bar lífsreynsluna utan á sér, hann Einar Oddur.Já þegar við hittumst og heilsuðumst í vor, var hann kumpánlegur, kallinn. Kannski líka af því að við vorum allt í einu orðnir samherjar í ríkisstjórn. Hann var ekki maður sem gerði upp á milli fólks, eftir því hvar það situr í flokki. Hann talaði eins við alla, lét þá heyra hvað hann vildi og meinti og lá aldrei á skoðunum sínum. Jafnvel þótt þær væru stundum á skjön við allt og alla. Mér þykir vænt um svona tegund af mönnum. Einar var fulltrúi þeirra, fulltrúi grasrótarinnar í þjóðfélaginu og þótt hann færi ekki alfaraleið og léti ekki alltaf að stjórn, þá var gaman að hlusta á hann af því að hann talaði mannamál og alltaf viss í sinni sök. Rembingslaust. Með allt sitt á hreinu.Góður drengurNú er hann farinn, þessi maður. Upp úr þurru. Á miðju sumri. Á sínum heimaslóðum. Einn tveir og þrír. Þetta er flottur dauðdagi hugsar maður. Á fjöllum uppi, í fallegu veðri. Án þess að gera boð á undan sér. Kannski var það honum líkt.En Einar var yngri maður en ég og átti mikið eftir og fráfall hans er áminning um að lífið er ekki eilíft og ekki eitthvað sem maður getur gengið að. Hvenær kemur röðin að manni sjálfum? Það styttist að minnsta kosti í það.Þetta er ekki minningargrein, þetta er ekki grátstafur yfir manni sem ég þekkti náið. En Einar Oddur var maður sem við öll þekktum, þjóðfrægur og annálaður fyrir það sem hann var. Við áttum hann öll í þjóðarvitundinni og þegar slíkur maður fellur frá þá er það þjóðarbrestur. Það er mikill sjónarsviptir að honum á Alþingi og í þjóðfélaginu öllu. Við áttum hann öll, líka við hin sem erum í öðrum flokkum vegna þess að sameiginlega erum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að létta undir með fólki, með landi og lýð og skila betra búi en við tókum við. Í þeirri baráttu, í þeirri viðleitni, lét Einar Oddur aldrei deigan síga. Hann stóð keikur fyrir stafni. En kynni mín af þessum þjóðfræga manni voru þau, að hann var ekki einasta skörungur í sjón og raun, heldur einlæg og tilfinningarík manneskja. Góður drengur. Betri lýsingu kann ég ekki.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun