Ef maður getur haldið sér vakandi 7. júlí 2007 06:00 Það þarf þrekmenni til að sitja ráðstefnur. Sérstaklega ef þær eru stórar og langvarandi. Ég var nærri búinn að gleyma þessari lífsreynslu minni, þangað til að ég var sendur sem fulltrúi Alþingis á þing Evrópuráðsins í Strassbourg ásamt með alþingismönnunum Guðfinnu Bjarnadóttur og Steingrími J. Sigfússyni. Þau voru bæði gott kompaní og hagvön að heiman. En þarna áttu sæti rúmlega þrjú hundruð aðrir virðulegir þingmenn frá öllum Evrópulöndum, fólk sem tekur sig alvarlega og hefur það fyrir atvinnu að tala úr ræðustólum. Og þar liggur einmitt hundurinn grafinn þegar ég er að tala um þrekið. Látum vera það sem þarf af úthaldi til að flytja sjálfar ræðurnar en hitt að sitja undir þeim! Drottinn minn dýri. Við vorum, Íslendingarnir, samviskusöm að mæta og hlusta og sitja til að koma okkur inn í málin og þetta þing stóð í heila fimm daga og ef menn halda að það sé alltaf skemmtilegt í útlöndum, þá þurfa þeir sömu að hafa bæði yfirnáttúrulegt langlundargeð og ankannalega ánægju af þeirri sjálfspíningu að þykjast vera áhugasamur um öll þau heimsins vandamál, sem hlaðast inn á dagskrána.Gamalkunnug röddÞað verður sem sé ekki af Evrópuráðinu skafið að það lætur sér fátt óviðkomandi þegar alvaran er annarsvegar, einkum og sér í lagi ef það er alþjóðleg alvara. Meðal mála var að finna réttarhöldin yfir meintum sökudólgum í fyrrum Júgóslavíu, misnotkun og niðurlægingu kvenna í auglýsingum og ofsóknir á hendur Gyðingum.Ég held að það hafi verið undir tíundu ræðunni um Gyðingana, sem ég gafst upp fyrir Óla Lokbrá og hrökk ekki upp fyrr en ég heyrði allt í einu gamalkunnuga rödd að heiman og þar var þá kominn með hátalarann, sjálfur Steingrímur joð þar sem hann lét móðann mása um kvenfyrirlitninguna sem auglýsingabransinn og alþjóðafyrirtækin temdu sér. Þar þekkti ég minn mann og það get ég upplýst að hann var hvergi verri á enskunni heldur en í íslenskunni, þegar hann sagði þeim til syndanna. Og ég glaðvaknaði á samri stundu.Mannréttindi fótum troðinMerkilegasta málið sem tekið var fyrir á þessu þingi Evrópuráðsins var þó skýrsla laga og mannréttindanefndar ráðsins (sem ég á nota bene sæti í) um þátttöku nokkurra Evrópuríkja og Atlantshafsbandalagsins í leynilegum aðgerðum Bandaríkjamanna um flutning, meðferð og fangelsun meintra hryðjuverkamanna.Þessi skýrsla er reyfara líkust. Með vitund og vilja NATO var lagt á ráðin um flug og fangabúðir, bandaríska leyniþjónustan, CIA, gerir samninga við Evrópulönd (Rúmenía og Pólland eru sérstaklega tilgreind) um aðstoð og aðstöðu og flug og flutningar á þessum mönnum (svokölluðum hryðjuverkamönnum) er skipulagt framhjá öllu venjulegu flugeftirliti. Fangarnir eru pyntaðir, sveltir og einangraðir og látnir dúsa svo mánuðum og árum skiptir án dóms og laga, án yfirheyrslu, án réttargæslu, án nokkurrar virðingar fyrir mannréttindum eða lögum.Í skýrslunni eru nefnd dæmi um blásaklaust fólk, sem hefur þurft að þola þennan ómannúðlega yfirgang, ýmist fyrir rangar sakir eða grunsemdir um sök og sumir jafnvel að því einu að vera af tilteknu þjóðerni! Þetta er óhugnanleg lesning. Skýrslan er vel unnin, greinargóð og sannverðug og verður ekki véfengd. Hún er harður dómur yfir því gerræði, þeirri tvöfeldni að segjast í öðru orðinu berjast fyrir frelsi og mannréttindum og í hinu að hafa að engu lög og rétt og virðingu fyrir lífi annarra.Það er smánarblettur á Atlantshafsbandalaginu að taka þátt í slíku leynimakki, það er mikill undirlægjuháttur að ljá máls á að veita bandarísku leyniþjónustunni aðgang að landi sínu til slíkra óhæfuverka og það er auðvitað Bandaríkjamönnum til ævarandi skammar að beita slíku valdi og yfirgangi. Auðvitað verður að beita hörðu gagnvart hryðjuverkamönnum og skipulögðum samtökum þeirra en slíkt fólk á að draga fyrir dómstóla, láta það standa frammi fyrir gerðum sínum og fá refsingu í samræmi við sekt sína og glæpi.Það er kjarni mannréttinda, það er sú virðing sem við sýnum hvert öðru, jafnvel þótt hryðjuverkamenn séu annarsvegar. Enda þótt hin mestu þrekmenni eigi það til að dotta undir heimsins alvöru, meðal annars ég, þá dró enginn ýsur, þegar þessi skýrsla var á dagskrá. Hún var sönnun þess og vitnisburður að sameiginlegar málstofur lýðræðisafla og lýðkjörinna fulltrúa eiga stundum rétt á sér. Meðan maður heldur sér vakandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Það þarf þrekmenni til að sitja ráðstefnur. Sérstaklega ef þær eru stórar og langvarandi. Ég var nærri búinn að gleyma þessari lífsreynslu minni, þangað til að ég var sendur sem fulltrúi Alþingis á þing Evrópuráðsins í Strassbourg ásamt með alþingismönnunum Guðfinnu Bjarnadóttur og Steingrími J. Sigfússyni. Þau voru bæði gott kompaní og hagvön að heiman. En þarna áttu sæti rúmlega þrjú hundruð aðrir virðulegir þingmenn frá öllum Evrópulöndum, fólk sem tekur sig alvarlega og hefur það fyrir atvinnu að tala úr ræðustólum. Og þar liggur einmitt hundurinn grafinn þegar ég er að tala um þrekið. Látum vera það sem þarf af úthaldi til að flytja sjálfar ræðurnar en hitt að sitja undir þeim! Drottinn minn dýri. Við vorum, Íslendingarnir, samviskusöm að mæta og hlusta og sitja til að koma okkur inn í málin og þetta þing stóð í heila fimm daga og ef menn halda að það sé alltaf skemmtilegt í útlöndum, þá þurfa þeir sömu að hafa bæði yfirnáttúrulegt langlundargeð og ankannalega ánægju af þeirri sjálfspíningu að þykjast vera áhugasamur um öll þau heimsins vandamál, sem hlaðast inn á dagskrána.Gamalkunnug röddÞað verður sem sé ekki af Evrópuráðinu skafið að það lætur sér fátt óviðkomandi þegar alvaran er annarsvegar, einkum og sér í lagi ef það er alþjóðleg alvara. Meðal mála var að finna réttarhöldin yfir meintum sökudólgum í fyrrum Júgóslavíu, misnotkun og niðurlægingu kvenna í auglýsingum og ofsóknir á hendur Gyðingum.Ég held að það hafi verið undir tíundu ræðunni um Gyðingana, sem ég gafst upp fyrir Óla Lokbrá og hrökk ekki upp fyrr en ég heyrði allt í einu gamalkunnuga rödd að heiman og þar var þá kominn með hátalarann, sjálfur Steingrímur joð þar sem hann lét móðann mása um kvenfyrirlitninguna sem auglýsingabransinn og alþjóðafyrirtækin temdu sér. Þar þekkti ég minn mann og það get ég upplýst að hann var hvergi verri á enskunni heldur en í íslenskunni, þegar hann sagði þeim til syndanna. Og ég glaðvaknaði á samri stundu.Mannréttindi fótum troðinMerkilegasta málið sem tekið var fyrir á þessu þingi Evrópuráðsins var þó skýrsla laga og mannréttindanefndar ráðsins (sem ég á nota bene sæti í) um þátttöku nokkurra Evrópuríkja og Atlantshafsbandalagsins í leynilegum aðgerðum Bandaríkjamanna um flutning, meðferð og fangelsun meintra hryðjuverkamanna.Þessi skýrsla er reyfara líkust. Með vitund og vilja NATO var lagt á ráðin um flug og fangabúðir, bandaríska leyniþjónustan, CIA, gerir samninga við Evrópulönd (Rúmenía og Pólland eru sérstaklega tilgreind) um aðstoð og aðstöðu og flug og flutningar á þessum mönnum (svokölluðum hryðjuverkamönnum) er skipulagt framhjá öllu venjulegu flugeftirliti. Fangarnir eru pyntaðir, sveltir og einangraðir og látnir dúsa svo mánuðum og árum skiptir án dóms og laga, án yfirheyrslu, án réttargæslu, án nokkurrar virðingar fyrir mannréttindum eða lögum.Í skýrslunni eru nefnd dæmi um blásaklaust fólk, sem hefur þurft að þola þennan ómannúðlega yfirgang, ýmist fyrir rangar sakir eða grunsemdir um sök og sumir jafnvel að því einu að vera af tilteknu þjóðerni! Þetta er óhugnanleg lesning. Skýrslan er vel unnin, greinargóð og sannverðug og verður ekki véfengd. Hún er harður dómur yfir því gerræði, þeirri tvöfeldni að segjast í öðru orðinu berjast fyrir frelsi og mannréttindum og í hinu að hafa að engu lög og rétt og virðingu fyrir lífi annarra.Það er smánarblettur á Atlantshafsbandalaginu að taka þátt í slíku leynimakki, það er mikill undirlægjuháttur að ljá máls á að veita bandarísku leyniþjónustunni aðgang að landi sínu til slíkra óhæfuverka og það er auðvitað Bandaríkjamönnum til ævarandi skammar að beita slíku valdi og yfirgangi. Auðvitað verður að beita hörðu gagnvart hryðjuverkamönnum og skipulögðum samtökum þeirra en slíkt fólk á að draga fyrir dómstóla, láta það standa frammi fyrir gerðum sínum og fá refsingu í samræmi við sekt sína og glæpi.Það er kjarni mannréttinda, það er sú virðing sem við sýnum hvert öðru, jafnvel þótt hryðjuverkamenn séu annarsvegar. Enda þótt hin mestu þrekmenni eigi það til að dotta undir heimsins alvöru, meðal annars ég, þá dró enginn ýsur, þegar þessi skýrsla var á dagskrá. Hún var sönnun þess og vitnisburður að sameiginlegar málstofur lýðræðisafla og lýðkjörinna fulltrúa eiga stundum rétt á sér. Meðan maður heldur sér vakandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun