Viðskipti erlent

Allofmp3 lokað

 Rússnesku tónlistarveitunni Allofmp3.com hefur verið lokað en forsvarsmönnum hennar hefur verið legið á hálsi fyrir að greiða ekki tónlistarmönnum rétthafagjöld.
Rússnesku tónlistarveitunni Allofmp3.com hefur verið lokað en forsvarsmönnum hennar hefur verið legið á hálsi fyrir að greiða ekki tónlistarmönnum rétthafagjöld. MYND/Valli

Rússnesk yfirvöld hafa lokað rússnesku tónlistarveitunni allofmp3.com, en þar hefur fram til þessa verið hægt að kaupa tónlist til niðurhals á niðursettu verði.

Forsvarsmenn veitunnar, rússneska fyrirtækið MediaServices, hafa flaggað því að þetta hafi verið annar stærsti tónlistarsöluvefur á netinu á eftir iTunes, vefverslun Apple, en umfang fyrirtækisins hefur ekki verið staðfest.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa í marga mánuði hnýtt í Rússa út veitunnar á þeim forsendum að forsvarsmenn hennar greiði rétthöfum tónlistar ekki það sem þeim ber.

MediaServices hafa ávallt vísað þessum staðhæfingum á bug enda hafi fyrirtækið verið rekið samkvæmt rússneskum lögum. Ætli það að segja nýja veitu á laggirnar, mp3Sparks.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×