Að umreikna gráður í krónur Sigurjón Þórðarson skrifar 30. júní 2007 07:00 Hagfræðingarnir í HÍ eru að eigin mati gríðarlega klókir í líffræði og þá munar ekkert um að breyta mögulegu hækkuðu hitastigi andrúmsloftsins um örfáar gráður í framtíðinni í hundruða milljóna tap fyrir þjóðarbúið. Árið 2004 reiknaði Ragnar Árnason að þjóðarbúið tapaði 800 milljónum króna á gróðurhúsaáhrifum sem hækka hitastigið einhvern tímann í framtíðinni. Nú reikna sömu snillingar út nýjan sannleika sem felur í sér að þjóðarbúið græði gríðarlega á að hætta þorskveiðum í nokkur ár. Þessi speki byggir að miklu leyti á því að þeim mun stærri sem hrygningarstofninn er eigi hann að gefa af sér hlutfallslega meiri nýliðun. Það er auðvitað auðskilið hjá hagfræðingunum þar sem vitað er að eftir því sem summa manna á bankabók er stærri er hægt að semja um hærri vexti af inneigninni. Í raunveruleikanum hefur ekki verið hægt að sjá fylgni með aukinni nýliðun og stærri hrygningarstofni og það benti Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur nýlega á. Ef þessi líffræði sem Hagfræðistofnun byggir á væri rétt væri hægt að ganga þurrum fótum á fiskitorfu heimsálfa á milli þar sem meiri fiskur gefur af sér enn meiri fisk. Raunveruleikinn er samt ekki þessi enda stangast þessir útreikningar á við alla viðtekna vistfræði. Núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hefur einhverra hluta vegna haft sjálfstraust til þess að fara yfir galnar forsendur allra þessara útreikninga og fara skipulega yfir rök þeirra sem hafa gagnrýnt málefnalega forsendur núverandi fiskveiðistjórnar. Staðreyndin er sú að ekki einni krónu úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins hefur verið varið til þess að styðja við rannsóknir sem gætu varpað rýrð á aðferðafræði Hafró. Þær rannsóknir sem hafa fengið styrk snerta umdeilda veiðiráðgjöf lítið sem ekki neitt, s.s. rannsóknir á töskukrabba, erfðafræði leturhumars, sæbjúgum og útbreiðslu á beitukóngi. Íslenska þjóðin og hvað þá Vestfirðingar hljóta að gera þá kröfu að ráðherrann fari gaumgæfilega yfir öll rök þegar hann tekur ákvörðun um hvernig veiðum skal háttað á næsta fiskveiðiári. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Hagfræðingarnir í HÍ eru að eigin mati gríðarlega klókir í líffræði og þá munar ekkert um að breyta mögulegu hækkuðu hitastigi andrúmsloftsins um örfáar gráður í framtíðinni í hundruða milljóna tap fyrir þjóðarbúið. Árið 2004 reiknaði Ragnar Árnason að þjóðarbúið tapaði 800 milljónum króna á gróðurhúsaáhrifum sem hækka hitastigið einhvern tímann í framtíðinni. Nú reikna sömu snillingar út nýjan sannleika sem felur í sér að þjóðarbúið græði gríðarlega á að hætta þorskveiðum í nokkur ár. Þessi speki byggir að miklu leyti á því að þeim mun stærri sem hrygningarstofninn er eigi hann að gefa af sér hlutfallslega meiri nýliðun. Það er auðvitað auðskilið hjá hagfræðingunum þar sem vitað er að eftir því sem summa manna á bankabók er stærri er hægt að semja um hærri vexti af inneigninni. Í raunveruleikanum hefur ekki verið hægt að sjá fylgni með aukinni nýliðun og stærri hrygningarstofni og það benti Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur nýlega á. Ef þessi líffræði sem Hagfræðistofnun byggir á væri rétt væri hægt að ganga þurrum fótum á fiskitorfu heimsálfa á milli þar sem meiri fiskur gefur af sér enn meiri fisk. Raunveruleikinn er samt ekki þessi enda stangast þessir útreikningar á við alla viðtekna vistfræði. Núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hefur einhverra hluta vegna haft sjálfstraust til þess að fara yfir galnar forsendur allra þessara útreikninga og fara skipulega yfir rök þeirra sem hafa gagnrýnt málefnalega forsendur núverandi fiskveiðistjórnar. Staðreyndin er sú að ekki einni krónu úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins hefur verið varið til þess að styðja við rannsóknir sem gætu varpað rýrð á aðferðafræði Hafró. Þær rannsóknir sem hafa fengið styrk snerta umdeilda veiðiráðgjöf lítið sem ekki neitt, s.s. rannsóknir á töskukrabba, erfðafræði leturhumars, sæbjúgum og útbreiðslu á beitukóngi. Íslenska þjóðin og hvað þá Vestfirðingar hljóta að gera þá kröfu að ráðherrann fari gaumgæfilega yfir öll rök þegar hann tekur ákvörðun um hvernig veiðum skal háttað á næsta fiskveiðiári. Höfundur er líffræðingur.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar