Hrottaleg misþyrming á hundi kærð Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 29. júní 2007 05:30 Kristjana Margrét Svansdóttir ásamt Lúkasi. Eigandi hunds sem týndist á Akureyri um hvítasunnuna hefur nú kært hrottalega misþyrmingu á hundinum til lögreglu. Að sögn eigandans urðu grimmdarlegar aðfarir hundinum að bana. Hundurinn Lúkas, sem er hreinræktaður af tegundinni Chinese crested, strauk að heiman um hvítasunnuna. „Hann var nýkominn úr geldingaraðgerð og því gat ég ekki haft hann með mér í vinnuna eins og ég er vön,“ segir eigandinn, Kristjana Margrét Svansdóttir. Meðan hún skaust frá, í um klukkustund, vaknaði Lúkas, enn hálfvankaður af svæfingunni, og gat kraflað sig upp að glugga þar sem hann komst út. Hópur fólks leitaði hans vikum saman, auk þess sem Kristjana hengdi upp auglýsingar um allan bæ þar sem háum fundarlaunum var heitið. Af og til spurðist til Lúkasar en hann var eldstyggur og alltaf þotinn í burtu þegar Kristjana kom á staðinn. „Á bíladögum sem haldnir voru í bænum 15.-17. júní hafði ég svo spurnir af því að hópur stráka hefði fundið Lúkas. Ég vissi ekki hverjir þetta voru en varð mjög glöð, því ég hélt þeir myndu koma honum til mín, þar sem auglýsingarnar mínar voru svo víða.“ En á því varð bið. Hins vegar fór að berast orðrómur um afdrif Lúkasar, þess efnis að sést hafi til hóps pilta um og undir tvítugt með hann. Einn þeirra hafi sett hundinn í íþróttatösku og þeir síðan sparkað töskunni á milli sín þar til hundurinn var hættur að veina. Kristjana kveðst hafa fengið staðfest sannleiksgildi þessa. Í gær fór hún og kærði athæfið til lögreglunnar á Akureyri. Þá hafði hún safnað gögnum sem hún lagði fram. lúkas Þannig leit hann út, hundurinn sem týndist á Akureyri. „Nú vil ég bara fá Lúkas til að geta jarðað hann,“ segir Kristjana. „Ég get ekki hugsað mér að hann liggi einhvers staðar í reiðileysi.“ Einn meintra þátttakenda í misþyrmingunum, sem býr í Reykjavík, er með opna bloggsíðu þar sem hótunum um aðför og líkamsmeiðingar og fúkyrðum af verstu tegund rigndi inn í gær. „Ég er persónulega búinn að setja menn á þig… ég veit hvar þú ert og hvert þú ferð,“ mátti meðal annars lesa á síðunni. Og einnig: „Vona að þeir sem hafa hótað þér standi við hótanir sínar.“ Ekki náðist í umræddan pilt í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Faðir hans vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. Lúkasarmálið Tengdar fréttir Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 12:58 Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 22:03 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Eigandi hunds sem týndist á Akureyri um hvítasunnuna hefur nú kært hrottalega misþyrmingu á hundinum til lögreglu. Að sögn eigandans urðu grimmdarlegar aðfarir hundinum að bana. Hundurinn Lúkas, sem er hreinræktaður af tegundinni Chinese crested, strauk að heiman um hvítasunnuna. „Hann var nýkominn úr geldingaraðgerð og því gat ég ekki haft hann með mér í vinnuna eins og ég er vön,“ segir eigandinn, Kristjana Margrét Svansdóttir. Meðan hún skaust frá, í um klukkustund, vaknaði Lúkas, enn hálfvankaður af svæfingunni, og gat kraflað sig upp að glugga þar sem hann komst út. Hópur fólks leitaði hans vikum saman, auk þess sem Kristjana hengdi upp auglýsingar um allan bæ þar sem háum fundarlaunum var heitið. Af og til spurðist til Lúkasar en hann var eldstyggur og alltaf þotinn í burtu þegar Kristjana kom á staðinn. „Á bíladögum sem haldnir voru í bænum 15.-17. júní hafði ég svo spurnir af því að hópur stráka hefði fundið Lúkas. Ég vissi ekki hverjir þetta voru en varð mjög glöð, því ég hélt þeir myndu koma honum til mín, þar sem auglýsingarnar mínar voru svo víða.“ En á því varð bið. Hins vegar fór að berast orðrómur um afdrif Lúkasar, þess efnis að sést hafi til hóps pilta um og undir tvítugt með hann. Einn þeirra hafi sett hundinn í íþróttatösku og þeir síðan sparkað töskunni á milli sín þar til hundurinn var hættur að veina. Kristjana kveðst hafa fengið staðfest sannleiksgildi þessa. Í gær fór hún og kærði athæfið til lögreglunnar á Akureyri. Þá hafði hún safnað gögnum sem hún lagði fram. lúkas Þannig leit hann út, hundurinn sem týndist á Akureyri. „Nú vil ég bara fá Lúkas til að geta jarðað hann,“ segir Kristjana. „Ég get ekki hugsað mér að hann liggi einhvers staðar í reiðileysi.“ Einn meintra þátttakenda í misþyrmingunum, sem býr í Reykjavík, er með opna bloggsíðu þar sem hótunum um aðför og líkamsmeiðingar og fúkyrðum af verstu tegund rigndi inn í gær. „Ég er persónulega búinn að setja menn á þig… ég veit hvar þú ert og hvert þú ferð,“ mátti meðal annars lesa á síðunni. Og einnig: „Vona að þeir sem hafa hótað þér standi við hótanir sínar.“ Ekki náðist í umræddan pilt í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Faðir hans vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið.
Lúkasarmálið Tengdar fréttir Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 12:58 Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 22:03 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 12:58
Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 22:03