Viðskipti erlent

Eve-TV í loftið

Sjónvarpsstöðin Eve-TV hefur verið sett á laggirnar.
Sjónvarpsstöðin Eve-TV hefur verið sett á laggirnar.

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur sett á laggirnar sjónvarpsstöðina Eve-TV sem er ætlað að fylgja eftir vinsældum tölvuleiksins Eve Online.

„Við byrjuðum með þetta í fyrrasumar. Þá vorum við með tilraunaútsendingar frá íþróttaviðburðum í tölvuleiknum Eve og síðan endurtókum við þetta fyrir jól á síðasta ári,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.

„Þarna verða vikulega sendar út fréttir úr leiknum og við vonumst til að geta aukið tíðnina eftir því sem leikurinn vex. Það verða fréttamenn af holdi og blóði sem flytja fréttirnar og þarna verða viðtöl við spilara.“

Að sögn Hilmars verður rukkað fyrir hverja mínútu sem notendur horfa á Eve-TV. „Þetta verður tekið upp í stúdíói í London og margir vinna við útsendingarnar og við að matreiða fréttir. Við viljum gera þetta vel og til þess að það gangi upp verðum við að rukka fyrir það,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×