Einkavæðing í menntastefnu? 22. júní 2007 01:00 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið sem kom út nýlega er um margt merkileg. Ánægjulegt er að sjá hversu vel Háskóli Íslands kemur út þrátt fyrir skerta samkeppnisstöðu. Aftur á móti er áhyggjuefni hversu mikill aðstöðumunur er á einkareknum háskólum og opinberum. Að einkareknir háskólar skuli fá sama ríkisframlag og þeir opinberu hefur skapað óæskilegan aðstöðumun og veikt samkeppnisstöðu opinberu háskólanna af skýrslunni að dæma. @Megin-Ol Idag 8,3p :Skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir að auka þarf fjárframlög til Háskólans á Akureyri. Mikilli og örri fjölgun nemenda við háskólann hafa óneitanlega fylgt vaxtarverkir. Fjölgun nema þýða aukin útgjöld. Því miður virðist núverandi menntamálaráðherra ekki sýna þessu mikinn skilning. Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og vonandi fær hann tækifæri til að halda áfram að vaxa og dafna. Að sama skapi verður að telja undarlegt að fjárframlög til Menntaskólans á Akureyri hafi verið skert um 30% á hverju ári sl. 3 ár. Einnig að forsendur fjárveitinganna hafi breyst jafn oft á tímabilinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, sagði í útskriftarræðu sinni 17. júní, að skólayfirvöld ætluðu ekki að sitja með hendur í skauti. Miðað við stöðuna væri það álitlegur kostur að gera MA að einkaskóla. Samkeppnisstaða skólans byði einfaldlega ekki upp á að reglum og forsendum fjárveitinga væri sífellt breytt. Vonandi verður þessi kostur ekki ofan á, jafnvel þó ekki sé stefnt á að taka upp skólagjöld. Gæði kennslu á ekki að vera háð framlögum fyrirtækja. Stjórnvöld verða einfaldlega að búa svo í haginn að fjárframlög standi undir rekstri skólans. Sú spurning vaknar hvort búið sé að hrinda af stað yfirlýstri ætlun Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu í menntakerfinu. Markvisst sé verið að skera niður fjárframlög til opinberra skóla og skerða samkeppnisstöðu þeirra til að gera einkavæðingu girnilegri. Markmið menntakerfisins verða aldrei fjárhagsleg í mínum huga. Þau snúast fyrst og fremst um gæði menntunarinnar og hversu vel okkur tekst að búa börn og ungmenni undir lífið. Þarna kristallast grundvallarmunur á stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem ítrekað hefur lýst yfir vilja til einkavæðingar menntakerfisins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið sem kom út nýlega er um margt merkileg. Ánægjulegt er að sjá hversu vel Háskóli Íslands kemur út þrátt fyrir skerta samkeppnisstöðu. Aftur á móti er áhyggjuefni hversu mikill aðstöðumunur er á einkareknum háskólum og opinberum. Að einkareknir háskólar skuli fá sama ríkisframlag og þeir opinberu hefur skapað óæskilegan aðstöðumun og veikt samkeppnisstöðu opinberu háskólanna af skýrslunni að dæma. @Megin-Ol Idag 8,3p :Skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir að auka þarf fjárframlög til Háskólans á Akureyri. Mikilli og örri fjölgun nemenda við háskólann hafa óneitanlega fylgt vaxtarverkir. Fjölgun nema þýða aukin útgjöld. Því miður virðist núverandi menntamálaráðherra ekki sýna þessu mikinn skilning. Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og vonandi fær hann tækifæri til að halda áfram að vaxa og dafna. Að sama skapi verður að telja undarlegt að fjárframlög til Menntaskólans á Akureyri hafi verið skert um 30% á hverju ári sl. 3 ár. Einnig að forsendur fjárveitinganna hafi breyst jafn oft á tímabilinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, sagði í útskriftarræðu sinni 17. júní, að skólayfirvöld ætluðu ekki að sitja með hendur í skauti. Miðað við stöðuna væri það álitlegur kostur að gera MA að einkaskóla. Samkeppnisstaða skólans byði einfaldlega ekki upp á að reglum og forsendum fjárveitinga væri sífellt breytt. Vonandi verður þessi kostur ekki ofan á, jafnvel þó ekki sé stefnt á að taka upp skólagjöld. Gæði kennslu á ekki að vera háð framlögum fyrirtækja. Stjórnvöld verða einfaldlega að búa svo í haginn að fjárframlög standi undir rekstri skólans. Sú spurning vaknar hvort búið sé að hrinda af stað yfirlýstri ætlun Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu í menntakerfinu. Markvisst sé verið að skera niður fjárframlög til opinberra skóla og skerða samkeppnisstöðu þeirra til að gera einkavæðingu girnilegri. Markmið menntakerfisins verða aldrei fjárhagsleg í mínum huga. Þau snúast fyrst og fremst um gæði menntunarinnar og hversu vel okkur tekst að búa börn og ungmenni undir lífið. Þarna kristallast grundvallarmunur á stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem ítrekað hefur lýst yfir vilja til einkavæðingar menntakerfisins. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar