Mannauðsstjórnun 22. júní 2007 04:15 Loksins hef ég komist að því af hverju strákurinn sem ég leigði með um árið spilaði alltaf Eye of the tiger á morgnana áður en hann fór í skólann. Þetta vinsæla one hit wonder kom nefnilega óvænt inn í líf mitt á ný við frekar sérstakar kringumstæður. Fyrir röð tilviljana sem ég hirði ekki um að rekja, sat ég einn morgun í loftlausum fyrirlestrarsal og uppgötvaði að ég var um það bil að upplifa alvöru amerískan kraftaverkafyrirlestur. Í pontu stóð sjálfur Messías með kolgeitbros og lausnirnar á vandamálum heimsins eins og skínandi gull á hverjum fingri. Hann hóf fyrirlesturinn á persónulegum nótum. Þremur árum áður hafði hann verið í mikilli lægð í lífinu, var í leiðinlegu námi og lánlausu ástarsambandi, umkringdur neikvæðum og gagnrýnum vinum. Og hann var líka feitur. Það birti þó til í lífi hans þegar hann kynntist þeim hugmyndum sem hann var um það bil að kynna fyrir okkur og voru byggðar á viðurkenndum sálfræðirannsóknum. Þær gengu flestar út á jákvæðni, bjartsýni og óbilandi sjálfstraust („skrifaðu sjálfum þér ástarbréf einu sinni í mánuði"). Eða með orðum Messíasar sjálfs: Gagnrýnir og neikvæðir einstaklingar eru krabbamein á hópnum. Ráðleggingarnar voru kryddaðar með líflegri framkomu, uppörvandi partítónlist og tilvitnunum í Paulo Coelho. Undir lok fyrirlestrarins höfðu allir lofað bót og betrun, enda vildi enginn vera krabbamein á hópnum. Kunnuglegir tónar byrjuðu að óma: jú, það var Eye of the tiger. Messías hóf að æsa hópinn upp, klappa, stappa og syngja. Ögn meðvituð múgæsing greip um sig, áhorfendur stukku á fætur ölvaðir af jákvæðni, fólk lét berast um á höndum félaga sinna og einhver öskraði: Partííííí! Klukkan var rétt um 12 á hádegi. Stemningin eins og í ofsatrúarsöfnuði sem hefur komið sér saman um að fremja dýrðlegt fjöldasjálfsmorð og safnast til feðra sinna í partíparadís. Það var þá sem það rann upp fyrir mér af hverju meðleigjandi minn hlustaði á Eye of the tiger á hverjum morgni. Hann hefur auðvitað farið á svona fyrirlestur og hafið hvern dag á því að hoppa um fyrir framan spegilinn hrópandi: Ég er frábær! Ég get þetta! Koma svo! Hann var reyndar frekar hallærislegur gaur, en hann hefði aldrei trúað því þótt ég segði honum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Loksins hef ég komist að því af hverju strákurinn sem ég leigði með um árið spilaði alltaf Eye of the tiger á morgnana áður en hann fór í skólann. Þetta vinsæla one hit wonder kom nefnilega óvænt inn í líf mitt á ný við frekar sérstakar kringumstæður. Fyrir röð tilviljana sem ég hirði ekki um að rekja, sat ég einn morgun í loftlausum fyrirlestrarsal og uppgötvaði að ég var um það bil að upplifa alvöru amerískan kraftaverkafyrirlestur. Í pontu stóð sjálfur Messías með kolgeitbros og lausnirnar á vandamálum heimsins eins og skínandi gull á hverjum fingri. Hann hóf fyrirlesturinn á persónulegum nótum. Þremur árum áður hafði hann verið í mikilli lægð í lífinu, var í leiðinlegu námi og lánlausu ástarsambandi, umkringdur neikvæðum og gagnrýnum vinum. Og hann var líka feitur. Það birti þó til í lífi hans þegar hann kynntist þeim hugmyndum sem hann var um það bil að kynna fyrir okkur og voru byggðar á viðurkenndum sálfræðirannsóknum. Þær gengu flestar út á jákvæðni, bjartsýni og óbilandi sjálfstraust („skrifaðu sjálfum þér ástarbréf einu sinni í mánuði"). Eða með orðum Messíasar sjálfs: Gagnrýnir og neikvæðir einstaklingar eru krabbamein á hópnum. Ráðleggingarnar voru kryddaðar með líflegri framkomu, uppörvandi partítónlist og tilvitnunum í Paulo Coelho. Undir lok fyrirlestrarins höfðu allir lofað bót og betrun, enda vildi enginn vera krabbamein á hópnum. Kunnuglegir tónar byrjuðu að óma: jú, það var Eye of the tiger. Messías hóf að æsa hópinn upp, klappa, stappa og syngja. Ögn meðvituð múgæsing greip um sig, áhorfendur stukku á fætur ölvaðir af jákvæðni, fólk lét berast um á höndum félaga sinna og einhver öskraði: Partííííí! Klukkan var rétt um 12 á hádegi. Stemningin eins og í ofsatrúarsöfnuði sem hefur komið sér saman um að fremja dýrðlegt fjöldasjálfsmorð og safnast til feðra sinna í partíparadís. Það var þá sem það rann upp fyrir mér af hverju meðleigjandi minn hlustaði á Eye of the tiger á hverjum morgni. Hann hefur auðvitað farið á svona fyrirlestur og hafið hvern dag á því að hoppa um fyrir framan spegilinn hrópandi: Ég er frábær! Ég get þetta! Koma svo! Hann var reyndar frekar hallærislegur gaur, en hann hefði aldrei trúað því þótt ég segði honum það.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun