Búlgaría og Rúmenía Paul Nikolov skrifar 15. júní 2007 06:00 Þegar ríkistjórnin tilkynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra velferðamála, í Blaðinu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur." Þetta þykir mér skrýtið - í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hver árangurinn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga - sem skaðar líka laun Íslendinga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkistjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar." Ég vil gjarnan fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB löndum í maí 2006 hefur atvinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheimilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkistjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti - þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegnum starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslendingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort viljum við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Þegar ríkistjórnin tilkynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra velferðamála, í Blaðinu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur." Þetta þykir mér skrýtið - í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hver árangurinn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga - sem skaðar líka laun Íslendinga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkistjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar." Ég vil gjarnan fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB löndum í maí 2006 hefur atvinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheimilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkistjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti - þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegnum starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslendingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort viljum við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar