Tesco býður í Dobbies 13. júní 2007 00:30 Fyrir utan eina verslun Tesco. Breski stórmarkaðurinn Tesco ætlar sér stóra hluti á breskum garðvörumarkaði. Verslun með garðvöru í Bretlandi hefur aukist mikið undanfarin ár og er veltan nú rúmir 600 milljarðar króna á ári. Markaðurinn/AFP Breska stórmarkaðakeðjan Tesco, sú stærsta í Bretlandi, hefur gert yfirtökutilboð í skosku garðvörukeðjuna Dobbies Garden Centres. Tilboðið hljóðar upp á 155,6 milljónir punda, rúma 19,7 milljarða íslenskra króna. Gangi kaupin í gegn verða þetta fyrstu skref stórmarkaðarins utan matvörugeirans. Markaður með garðvörur hvers konar hefur vaxið mikið í Bretlandi síðustu ár og veltir hann nú um fimm milljörðum punda, jafnvirði 635 milljörðum króna, á ári hverju. Terry Leahy, forstjóri Tesco, segir fyrirtækið horfa til þess að hagnast vel á kaupunum. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir breskum sérfræðingi í smásöluverslun að gangi kaupin á Dobbies í gegn verði þau hlutfallslega smá í sniðum fyrir stórmarkað á borð við Tesco. Jafngildi kaupverðið tekjum verslanakeðjunnar í tvo daga. Hann telur líklegt að viðskiptin marki fyrstu spor Tesco í frekari fyrirtækjakaupum utan matvörugeirans. Guardin segir bresku umhverfissamtökin Friends of the Earth hins vegar ævareið. Þau segja innkomu Tesco í garðvörugeirann merki um að stórmarkaðurinn ætli sér aukin yfirráð í Bretlandi. Benda þau á að Tesco hafi þegar rúmlega þrjátíu prósenta markaðshlutdeild á breskum matvörumarkaði og stefni hraðbyri að því að ná ráðandi stöðu í fleiri geirum. Hefur blaðið eftir talsmanni samtakanna að kaupin muni vafalítið draga úr samkeppni á breskum garðvörumarkaði. Dobbies rekur 21 verslun undir merkjum keðjunnar víðs vegar um Bretland og selur meðal annars moltukassa, sólpalla og ýmsar aðrar vörur fyrir garðinn. Hluthafar Dobbies eiga þó enn eftir að samþykkja viðskiptin, sem hljóða upp á 1.500 pens á hlut. Skoski auðmaðurinn Sir Tom Hunter jók um miðjan síðasta mánuð við hlut sinn í Dobbies úr rúmum sjö prósentum í 10,6 prósent. Hunter hefur fjárfest talsvert í garðvörugeiranum á undanförnum árum. Hunter er náinn viðskiptafélagi Baugs Group en fjárfestingafélag hans tók þátt í kaupunum á House of Fraser ásamt Baugi, FL Group og fleiri fjárfestum. Þá keypti það með Baugi og fleirum garðvörukeðjuna Wyevale Garden Centres í fyrra fyrir jafnvirði fjörutíu milljarða króna og Blooms of Bressingham var keypt á þessu ári. Breskir fjölmiðlar segja mjög líklegt að Hunter safni saman hópi fjárfesta á næstunni og muni hann í kjölfarið gera gagntilboð í garðvörukeðjuna á móti Tesco. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Breska stórmarkaðakeðjan Tesco, sú stærsta í Bretlandi, hefur gert yfirtökutilboð í skosku garðvörukeðjuna Dobbies Garden Centres. Tilboðið hljóðar upp á 155,6 milljónir punda, rúma 19,7 milljarða íslenskra króna. Gangi kaupin í gegn verða þetta fyrstu skref stórmarkaðarins utan matvörugeirans. Markaður með garðvörur hvers konar hefur vaxið mikið í Bretlandi síðustu ár og veltir hann nú um fimm milljörðum punda, jafnvirði 635 milljörðum króna, á ári hverju. Terry Leahy, forstjóri Tesco, segir fyrirtækið horfa til þess að hagnast vel á kaupunum. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir breskum sérfræðingi í smásöluverslun að gangi kaupin á Dobbies í gegn verði þau hlutfallslega smá í sniðum fyrir stórmarkað á borð við Tesco. Jafngildi kaupverðið tekjum verslanakeðjunnar í tvo daga. Hann telur líklegt að viðskiptin marki fyrstu spor Tesco í frekari fyrirtækjakaupum utan matvörugeirans. Guardin segir bresku umhverfissamtökin Friends of the Earth hins vegar ævareið. Þau segja innkomu Tesco í garðvörugeirann merki um að stórmarkaðurinn ætli sér aukin yfirráð í Bretlandi. Benda þau á að Tesco hafi þegar rúmlega þrjátíu prósenta markaðshlutdeild á breskum matvörumarkaði og stefni hraðbyri að því að ná ráðandi stöðu í fleiri geirum. Hefur blaðið eftir talsmanni samtakanna að kaupin muni vafalítið draga úr samkeppni á breskum garðvörumarkaði. Dobbies rekur 21 verslun undir merkjum keðjunnar víðs vegar um Bretland og selur meðal annars moltukassa, sólpalla og ýmsar aðrar vörur fyrir garðinn. Hluthafar Dobbies eiga þó enn eftir að samþykkja viðskiptin, sem hljóða upp á 1.500 pens á hlut. Skoski auðmaðurinn Sir Tom Hunter jók um miðjan síðasta mánuð við hlut sinn í Dobbies úr rúmum sjö prósentum í 10,6 prósent. Hunter hefur fjárfest talsvert í garðvörugeiranum á undanförnum árum. Hunter er náinn viðskiptafélagi Baugs Group en fjárfestingafélag hans tók þátt í kaupunum á House of Fraser ásamt Baugi, FL Group og fleiri fjárfestum. Þá keypti það með Baugi og fleirum garðvörukeðjuna Wyevale Garden Centres í fyrra fyrir jafnvirði fjörutíu milljarða króna og Blooms of Bressingham var keypt á þessu ári. Breskir fjölmiðlar segja mjög líklegt að Hunter safni saman hópi fjárfesta á næstunni og muni hann í kjölfarið gera gagntilboð í garðvörukeðjuna á móti Tesco.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira