Viðskipti erlent

Til bjargar reykingafólki

Breskur bjórframleiðandi ætlar að bæta úr aðstöðuleysi reykingafólks utan við krár í landinu fyrir hálfan milljarð króna.
Breskur bjórframleiðandi ætlar að bæta úr aðstöðuleysi reykingafólks utan við krár í landinu fyrir hálfan milljarð króna. Markaðurinn/AFP

Breski bjórframleiðandinn Fuller, Smith & Turner, sem rekur um 200 bari og sex hótel í Bretlandi, ætlar að verja sem nemur hálfum milljarði íslenskra króna til að bæta aðstöðu fyrir reykingafólk fyrir utan krár sínar og knæpur. Reykingabann tekur gildi 1. júlí næstkomandi í Bretlandi og verður þá öllum reykingamönnum úthýst af börum landsins.

Á meðal áætlana bjórframleiðandans er að setja upp skyggni og stórar sólhlífar utan við staði fyrirtækisins í Bretlandi og létta þannig reykingamönnum lífið. Þá er sömuleiðis horft til þess að halda í við sölu á bjór undir merkjum fyrirtækisins, sem skilaði 22,1 milljónar punda hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Það jafngildir 2,8 milljörðum króna, sem er 23 prósenta aukning á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×